4 áhrifamiklar lestrarvenjur hjá afburða lesendum!

Hvaða lestrarvenjur hafa kunnáttusamir afbragðs lesendur tileinkað sér til að lesa mikið af bókum - og njóta þeirra betur? Hvaða lestrarvenjur átt þú að tileinka þér til að feta í þeirra spor?

Smelltu hér til að fá svarið!

Umsagnir nemenda Hraðlestrarskólans

Almennar umsagnir

16 ára og yngri

23 ára - 30 ára

31 árs - 40 ára

41 árs og eldri

Lesblindir nemendur

Athyglisbrestur-ADD-ADHD

Atvinnulífið

Umsagnir 17 ára – 22 ára

Hvað segja þeir sem sótt hafa hraðlestrarnámskeið um það (með leyfi viðkomandi)?

“Mikið aðhald og mjög markvisst námskeið.  Var hverrar krónu virði.”

Guðrún María Ómarsdóttir, 20 ára.

Nú get ég loks tekið skólann í nefið.  Þetta var peninganna og tímans virði.

Davíð Kári, 18 ára nemi.

Loksins get ég farið að lesa mér til gamans án þess að ein bók taki fleiri, fleiri vikur.Kvíði ekki lengur fyrir að fara alveg á fullt í háskólanáminu!”

Ása Björk Valdimarsdóttir, 21 ára nemi og vaktstjóri.

“Bætti lestrarhraða og lesskilningur var jafnframt mjög góður.  Ég á eftir að lesa meira heldur en ég gerði áður en ég fór á námskeiðið.

Hrafnhildur Margrét Jóhannesdóttir, 19 ára nemi.

Námskeiðið hjálpaði mér að öðlast nýja vídd í lesefnið með því að gera mér kleift að rúlla í gegnum texta og muna meirihluta innihaldsins,  eitthvað sem var mjög torvelt fyrir mig áður fyrr.

Jóhann Grétar, 22 ára nemi.

Þetta námskeið er snilldin ein.  Er svo sannarlega búnn að bæta lestrarhraðann, 3x – ekki slæmt.  Frábær kennari, vel undirbúinn og með allt efnið á hreinu! – og ekki skemmir fyrir að fá prins og kók!”

Haraldur Ólafsson, 21 ára nemi í Hraðbraut.

“Ég var fyrst um sinn frekar stressuð og var ekki viss um að þetta hefði neitt upp úr sér, en þegar það leið á daginn kom annað í ljós.  Árangurinn lét ekki bíða eftir sér og mér fór fram í námi utan námskeiðsins, varð rosalega ánægð og fylltist metnaði í öllu því sem krafðist lesturs. Að vísu var frekar erfitt að finna tíma til að æfa sig, en það opnaðist fyrir mér ný veröld þegar ég hafði loks þrefaldað lestrarhraðann og hugtakið „skilningur“ fékk að vissu leiti nýja merkingu.

Aldís Buzgó, 17 ára nemi í FB.

“Frábært framtak! Trúi því varla að með því að læra markvisst og gera tilsettar æfingar að árangurinn væri svona fljótur að koma. Takk fyrir mig!”

Helga Lára Grétarsdóttir, 20 ára verkfræðinemi í HÍ.

“Ég hefði ekki trúað því hversu miklum árangri maður getur náð á skömmum tíma.  Ég fimmfaldaði lestrarhraðann og jók skilninginn til muna!  Mæli með þessu fyrir alla því að það geta allir þegið að lesa hraðar!

Sigurður Þór Óskarsson, 20 ára nemi.

“Mér finnst námskeiðið strax hafa hjálpað mér bæði þegar ég er að lesa fyrir skólannog eins bara moggann.  Þó að hraðinn skili sér mun betur við léttari lesningu, þá hjálpar forlesturinn og glósutæknin mikið fyrir skólann og ég kunni mjög vel við kennarann :-)”

Edda B. Ragnarsdóttir, 20 ára lögfræðinemi.

“Námskeiðið hjálpaði mér mjög mikið, bæði hvað varðar lestrarhraða og skilning.  Ég hef öðlast meira sjálfstraust þegar kemur að því að takast á við erfitt námsefni og er núna jákvæðari í garð háskólanáms en áður.

Anna, 21 ára nemi.

Ótrúlega hentugt, hjálpaði mér mikið við að komast yfir allt lesefnið í náminu. Mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir alla.  Takk fyrir hjálpina :-)”

Lína Ágústsdóttir, 20 ára lögfræðinemi.

Þetta borgar sig fljótt.  Er mjög sniðugt og kemur að góðum notum – fyrir alla!

18 ára nemi.

Var alls ekki nógu duglegur að æfa mig heima en náði samt sem áður tæpri 4-földun á lestrarhraða.  Það tel ég bara vera snilld!!!

Björgvin G., 21 ára nemi í HR.

“Ég hugsaði með mér að tvöfalda eða þrefalda lestrarhraðann en náði að fimmfalda hann.  Miklu meira en ég bjóst við.

Katrín Hrund Pálsdóttir, 18 ára nemi í VÍ.

“Ég bjóst við framförum en engan veginn svona miklum.  Þetta námskeið er ekki einungis hvetjandi heldur gott veganesti í framtíðinni.

Fjóla Dögg, 17 ára nemi.

“Fyrir námskeiðið las ég 168 orð á mínútu með góðum skilningi en nú eftir námskeiðið hef ég rúmlega þrefaldað lestrarhraðann minn og hefur það auðveldað mér mikið við nám þar sem ég þarf að komast yfir mikið efni. Ég mæli því svo sannarlega með þessu námskeiði fyrir alla sem hafa áhuga á að lesa hraðar :-)”

Margrét Helga Gunnarsdóttir, 20 ára laganemi.

“Hjálpaði mér helling. Nú kemst ég yfir mun meira efni á styttri tíma.

Guðmundur E. Gíslason, 20 ára nemi.

Eftir námskeiðið þá hef ég aukið mikið orðaforða í lestri.Ég er mjög ánægð að hafa komið og mér finnst skemmtilegra að lesa bækur núna, því ég les hraðar.

Líney Sif, 18 ára nemi.

“Námskeiðið var mjög krefjandi og mun meiri heimavinna en maður bjóst við en það skilaði sér.  Fyrir námskeiðið var ég að lesa 288 orð á mínútu í skáldsögu en í seinasta tíma var ég komin upp í 1644 orð á mínútu í sömu bók.  Þarf ekki að hafa samviskubit yfir að lesa mér til skemmtunar.

Svanhildur, 20 ára nemi.

Skipulagt og gott námskeið. Mjög ánægð með æviábyrgðina og hyggst nýta mér hana.  Æfði mig ekki nóg á meðan á námskeiðinu stóð en þetta er fjárfesting til lífstíðar og ég bý að kunnáttunni áfram og hyggst æfa mig í framtíðinni.”

Gerður Þóra Björnsdóttir, 20 ára nemi.

“Námskeiðið var frábært.  Vel skipulagt og hnitmiðað.  Sökum anna gat ég ekki sinnt neinni heimavinnu.  Engu að síður jók ég lestrarhraða úr tæpum 300 orðum á mínútu með 40% skilningi í rúmlega 1.000 orð á mínútu með 80% skilningi.  Bara með því að mæta í alla tímana. Frábært.”

Víðir Þór Þrastarsson, 28 ára Einkaþjálfari.

“Mjög sáttur með hvernig námskeiðinu lauk.  Náði góðum árangri og er auk þess að nýta mér góða glósutækni við lestur. Þrefaldaði lestrarhraðann.”

Jón Guðni Sandholt, 18 ára nemi.

Þetta er ekki það sem ég bjóst við. Heldur miklu betra. Núna les ég næstum þrefalt hraðar.  Mér finnst ég hafa grætt mjög mikið á þessu.”

17 ára nemi.

“Ég fór á hraðlestrarnámskeiðið og náði að fimmfalda hraðann minn á 6 vikum og ég jók skilning talsvert. Ég mæli mjög vel með þessu námskeiði fyrir þá sem vilja auka lestrarhraða sinn og ná miklum árangri í námi og starfi.  Takk æðislega fyrir mig.  Þetta var frábært :-)”

Ragna Þóra, 20 ára Hjúkrunarfræðinemi.

“Þegar ég kom bjóst ég ekki vi ðþví að þetta yrði nógu góð nýting á peningunum mínum.  En ég er búinn að margfalda lestrarhraðann! – og get alveg sagt að þetta var þess virði.

Daníel, 18 ára listamaður.

“Námskeiðið bar mjög mikinn árangur. Ég þrefaldaði lestrarhraða minn.

Reynir, 17 ára nemi.

Einföld leið til að rífa upp lestrarhraða og einnig áhuga á lestri. Jón Vigfús er frábær fyrirlesari.”

Þórhildur, 18 ára nemi.

“Ég var alveg frekar bjartsýnn fyrir námskeiðið því ég hafði heyrt góða hluti.  Og ég bætti lestrarhraða minn umtalsvert, svo námskeiðið skilaði árangri.”

Snorri Hanneson, 18 ára nemi.

“Þetta er frábært námskeið sem á eftir að nýtast mér mikið bæði í námi og starfi :-)”

Kristín Brynja, 18 ára nemi.

Það kom mér á óvart hversu áhugavert hraðlestrarnámskeiðið var og hversu góðum árangri það skilaði. Eftir þriggja vikna námskeið var ég búin að þrefalda lestrarhraðann.”

Snæfríður Ólafsdóttir, 20 ára nemi.

Ég get ekki sagt að ég hafi haft mikla trú á þessu. Ég og vinkona mín vorum að spjalla um hraðlestrarnámskeið og hún sagðist hafa 4-faldað lestrarhraða sinn.  Ég var mjög efins en ákvað að kíkja á þetta.  Ég skráði mig á 3ja vikna námskeið og mér tókst að fjórfalda minn hraða á þessum vikum.”

Sigurbjörg Halla, 19 ára nemi.

“Námskeiðið hefur hjálpað mér að bæta hraðann og skilninginn.  Ég er mjög ánægð með þjónustuna sem ég fékk.  Öllum mínum spurningum var vel svarað.

22 ára nemi.

“Ég bjóst við að ná mun meiri hraðaaukningu en þó ég hafi einungis rétt náð að tvöfalda leshraða, þá hef ég lært margt annað í sambandi við skipulag, glósun og fl. Svo kann maður góðar æfingar sem alltaf er hægt að grípa í.”

Anna María, 22 ára nemi í HÍ.

“Kom á óvart og ólíkt væntingum í upphafi.  Jók sjálfstraust til muna auk þess að minnka kvíða þar sem framför var umfram væntingar.”

19 ára nemi.

Frábært námskeið, náði að margfalda lestrarhraða minn og veit að það á eftir að nýtast mér vel í framtíðinni.

18 ára nemi.

“Hraðlestrarnámskeiðið skilaði mér miklum árangri í námi og starfi.  Ég þrefaldaði lestrarhraða minn á 3 vikna námskeiði.  Takk fyrir mig!

Katrín Þrastardóttir, 19 ára nemi F.Su og skrifstofustarfsmaður.

“Frábært námskeið.  Frábær fræðsla sem nýtist á flestöllum sviðum lífsins. Eykur vilja og getu í lestri, þetta mun nýtast mér mjög vel og ég kem án efa aftur! [æviábyrgð]  Takk kærlega fyrir mig.”

Signý Ósk Sigurjónsdóttir, 20 ára nemi í lögfræði.

Einbeiting við lestur, hraði og skilningur lesefnis mun meiri.  Átti í miklum erfiðleikum með einbeitingu við lestur en sá erfiðleiki hefur minnkað til muna.

Hermann Jóhannesson, 19 ára nemi.

Frábært að geta lesið hraðar án þess að skilningur detti niður.  Ég kemst núna fyrr í gegnum efnið og það er skemmtilegra að lesa.

22 ára nemi.

“Námskeiðið er nauðsynlegt þeim sem að eiga erfitt nám fyrir höndum.  Ég kemst yfir meira efni á styttri tíma, auk þess sem skilningur hefur aukist.

Brynja Guðmundsdóttir, 21 árs líffræðinemi.

“Góð tilfinning [fyrir námskeiði].  Ég er lesblind og bjóst ekki við því að 3-4 falda lestrarhraðann.

18 ára nemi.

Það er ákveðinn léttir að taka þetta námskeið vegna þess að eftir það kemst maður mun hraðar yfir námsefnið og því yfir mun meira efni!”

17 ára nemi.

“Gott námskeið sem hjálpaði mér að ná betri tökum á lestri námsbóka og bæta lestrarhraðann minn til muna!

Nanna Kristín Tryggvadóttir, 22 ára nemi.

“Ég náði næstum að fjórfalda hraðann og halda í góðan skilning.  Finnst þetta frábært fyrir alla nemendur.”

Ásdís Kristinsdóttir, 18 ára framhaldsskólanemi.

Ég finn fyrir meiri áhuga í námi og í sambandi við heimavinnu. Þetta skilaði sér 100%.  Ég hvet alla til að sækja þetta námskeið.”

Erna Jansdóttir, 19 ára Nemi

“Hraðlestrarskólinn kom mér vel á stað við að ná forskoti í skóla/atvinnu.  Nú verð ég bara að vera duglegur að æfa.”

Egill Fivelsted, 22 ára Sálfræðinemi.

“Mjög gagnlegt námskeið.  Leiðir til þess að ég nenni að lesa meira námsefni.

Dagur, 22 ára nemi.

Mér fannst þetta námskeið það besta sem ég hef farið á hingað til. Lestrarhraðinn þrefaldaðist og skilningur minn var frábær í lok námskeiðsins.  Kennari var góður og náði fullkomlega til manns.  Þetta námskeið er frábærlega skipulagt og hugsað vel um hagsmuni manns.  Mér finnst ég vera orðinn partur af „hraðlestrarfjölskyldu“”

17 ára nemi.

“Bjóst engan veginn við svona góðum árangri! Hef aldrei nennt að lesa bækur en nú get ég valið úr fjölda bókum :)

Ingibjörg Ragna, 18 ára nemi.

“Námskeiðið stóðst allar mínar væntingar.  Ég hef alltaf átt í erfiðleikum með lestur en núna er ég búin að meira en tvöfalda lestrarhraðann á þremur vikum, þannig að núna fer minni tími í nám.

Björg Árdís, 21 ára Háskólanemi.

Að mínu mati var námskeiðið mjög skilvirkt og hjálpaði mér mikið í mínu námi.

Hlynur Ólafsson, 20 ára nemi.

“Sé alls ekki eftir því að hafa farið á þetta námskeið.  Mun gagnast mér vel í náminu næstu ár og svo í vinnu í framhaldi af því. Takk fyrir mig.”

Margrét Ásta Blöndal, 20 ára nemi í Rekstrarverkfræði.

“Áður en ég fór á námskeiðið las ég mjög hægt og var ekki viss um hvort ég gæti aukið hraðann. Nú les ég þrefalt hraðar og á auðveldara með að fara yfir þyngra efni á skemmri tíma.

Jórunn, 19 ára nemi.

Námskeiðið hjálpaði gríðarlega mikið og ég næstum fjórfaldaði lestrarhraðann. Ég fékk hinsvegar ekki mikinn tíma í heimanám og tel mig því geta bætt við meiklu meiru.”

Arnþór Gunnarsson, 18 ára nemi í MR.

“Mér fannst námskeiðið hjálpa mér mikið.  Ég bætti lestrarhraðann þó nokkuð og skilninginn með.

Sigrún Tinna, 18 ára nemi.

“Bróðir minn hafði farið á námskeiðið og það hjálpaði honum mikið svo ég ákvað að skella mér líka.  Námskeiðið er  fagmannlegt í alla staði og heldur áhuga manns allan tímann. Mér finnst það hafa verið rétt ákvörðun hjá mér að fara á námskeiðið því það mun eflaust hjálpa mér mikið í framtíðinni, bæði í námi og starfi.”

Þráinn G. Þorsteinsson, 18 ára menntaskólanemi.

“Áður en ég byrjaði í Hraðlestrarskólanum átti ég til að einblína á orð fyrir orð í hvaða lesefni sem er.  Núna á ég mun auðveldara með að ná heildaryfirsýn yfir það sem ég er að lesa. Þar með að auka til munar lestrarhraða minn.  Núna hljómar það að lesa 100-200 bls. í námsbók fyrir tíma ekki sem verst.

21 árs nemi.

“Bara mjög sniðugt námskeið og kemur á óvart.  Skemmtilegt líka :-)”

Telma Valey, 20 ára nemi.

Hraðlestrarskólinn hefur hjálpað mér að bæta lestrarhraðann minn verulega sem og að hjálpa mér að bæta námsárangur minn. Hver einasta mínúta sem ég lagði til náms hjá Hraðlestrarskólanum var sannarlega þess virði.”

Margrét Ýr Ingimarsdóttir, 22 ára Háskólanemi

“Ég hafði lesið um árangur nemenda Hraðlestrarskólans í blöðum og á heimasíðu skólans.  Hann var hreint ótrúlegur, en aldrei datt mér í hug að ég myndi ná sama árangri.  Á þriggja vikna námskeiði fimmfaldaði ég lestrarhraða minn.  Takk fyrir mig!

Karólína Finnbjörnsdóttir, 22 ára laganemi.

“Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og gagnlegt námskeið. Ég sá strax miklar framfarir á mínum lestrarhraða.

Hekla Ólafsdóttir, 22 ára nemi.

“Mjög ánægður með námskeiðið. Stóðst allar væntingar sem ég gerði og gott betur.

Björn Vignir Magnússon, 22 ára nemi.

“Ég er mjög ánægður með árangur minn á þessu námskeiði og þetta mun hjálpa mér mikið í náinni framtíð.

Jakob Frímann, 18 ára menntaskólanemi.

Námskeiðið hefur hjálpað mér að ná betri stjórn á lestrinum, halda einbeitingunni og hraðinn er mun meiri. Hefði verið enn betra ef ég hefði æft mig meira.”

Elva Bj.  Arnarsdóttir, 21 árs nemi.

“Ég bjóst við því að auka leshraða og lesskilning en árangurinn var framar mínum björtustu vonum. Takk!”

18 ára nemi.

Námskeiðið hjálpaði mér mjög mikið í því að fara hraðar yfir allskonar efni, auk þess hefur skilningur minn batnað.  Það ættu allir að nýta sér þetta tækifæri.”

Marta Serwatko, 18 ára nemi.

“Frábært námskeið.  Fékk mig til að muna betur það sem ég les, lesa hraðar og auka skilning á lesefninu.

17 ára nemi.

“Námskeiðið stóðst klárlega væntingar mínar um aukinn leshraða auk þess sem kennarinn er léttur og skemmtilegur.”

Ómar Berg Rúnarsson, 20 ára lögfræðinemi.

“Við brugðum okkur allir á hraðlestrarnámskeið í upphafi vetrar, jukum lestrarhraðann verulega og komumst með því hraðar yfir en við hefðum annars gert. Við mælum því eindregið með hraðlestrarnámskeiðum fyrir MR-inga.“

Gettu Betur Lið - Menntaskólans í Reykjavík

“Gaf mér upplýsingar um hvað mætti betur fara hjá mér í lestri, mjög persónulegt og þægilegt.

Sigurbjörg Jónsdóttir, 20 ára nemi.

“Ég leitaði eftir að geta aukið lestrarhraða minn og námstækni.  Þetta námskeið bætti námstæknina hjá mér mikið og lestrarhraðinn margfaldaðist. Fór algjörlega framúr mínum væntingum.”

Margrét Kjartansdóttir, 18 ára nemi.

Námskeiðið bar mikinn árangur og ég mun tvímælalaust nota tæknina og æfingar til að auka lestrarhraðann enn meira í framtíðinni.”

Lilja Dögg, 20 ára.

“Ég var með þó nokkuð miklar væntingar í byrjun enda búinn að heyra margt gott um námskeiðið.  Það má segja að það hafi staðist þessar væntingar og vel rúmlega það!  Ég hreifst með frá byrjun og árangurinn lét ekki á sér standa.  Einstaklega vel heppnað námskeið, góð kennsla, sannfærandi efni o.s.frv. Síðast en ekki síst gaf námskeiðið mér aukið öryggi og drifkraft í náminu.

22 ára háskólanemi.

“Ég byrjaði í 150 orðum á mínútu en við lok námskeiðs var ég í ca. 600 orðum á mínútu með góðan skilning.  Fagmennska og metnaður er það sem þetta námskeið stendur fyrir.

Tryggvi Rafn Sigurbjarnarson, 22 ára nemi.

“Fyrst var ég ekki viss um að þetta virkaði, þar sem ég þekkti engan sem hafði farið á þetta en strax eftir fyrsta tímann fannst mér þetta vera mjög áhugavert og var viss um að þetta myndi koma sér vel í náminu.

Ragnheiður, 20 ára háskólanemi.

Mæli með hraðlestrarnámskeiði fyrir alla sem þurfa að komast yfir meira efni á styttri tíma.

Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, 22 ára laganemi.

“Ég vissi ekki alveg hvað ég myndi fá út úr námskeiðinu og var aðeins hikandi áður en ég byrjaði.  En árangurinn lét ekki á sér standa og nú er ég búinn að fimmfalda hraðann í meðalþungu efni og hef betri einbeitingu í þungu efni.”

Björn Rúnar Egilsson, 22 ára nemi við HÍ.

“Þetta námskeið hefur ekki einungis aukið lestrarhraða minn, heldur einnig hvatt mig til að hafa meiri trú á minni eigin getu.

Lára, 19 ára nemi.

Ég bjóst ekki við svona góðum árangri. Ég hvet alla til að sækja þetta námskeið helst fyrr en seinna og læra vel heima. Það mun skila góðum árangri!”

Þorvaldur Óli R, 19 ára nemi.

Fyrir námskeiðið las ég 189 orð á mínútu með góðum skilning, jafnt og þétt jók ég svo lestrarhraðann upp í yfir 1000 orð á mínútu með sama skilning.  Æfingin skapar meistarann.”

Hafsteinn Einarsson, 18 ára nemi.

Ólýsanlegt! Takk kærlega fyrir mig.”

Sara Ben, 18 ára nemi.

“Áður en ég fór á námskeiðið las ég mjög hægt og átti erfitt með að halda einbeitingunni á námsefninu en eftir námskeiðið kvíði ég ekki jafn mikið fyrir próflestrinum og er auk þess farin að lesa mér til gamans.”

Arna Rún Gúst., 19 ára nemi.

“Ég finn að það er léttara að lesa í gegnum þungt efni núnasem þýðir að það verður skemmtilegra og áhugaverðara.”

Anna Guðný, 18 ára nemi.

“Ég taldi mig alltaf lesa mjög hratt, og hef aldrei átt í lestrarörðugleikum, en ég hef þrátt fyrir það aukið lestrarhraða minn umtalsvert og mun nýta mér þessa tækni við lestur í framtíðinni.

Þorsteinn Valdimarsson, 17 ára nemi.

Þetta námskeið á eftir að spara mér hellings tíma af námsbókalestri sem ég get mun betur nýtt í að verða betri íþróttamaður.”

Ragna Björk Ólafsdóttir, 17 ára nemi og golfari.

Markvisst námskeið sem skilar hámarksárangri. Ég margfaldaði lestrarhraða og skilning og þökk sé verkefnunum get ég bætt mig áfram!”

Gústav A. B. Sigurbjörnsson, 21 árs heimspekinemi í HÍ.

“Ég vissi að það væri gott fyrir mig að fara á þetta námskeið, þar sem ég var frekar hæglæs.  En þegar því var lokið þá er ég ekki bara farin að lesa hraðar heldur finnst mér mun skemmtilegra að lesa. Þetta mun án efa hjálpa mér með háskólanámið.”

Margrét Rán, 20 ára lögfræðinemi í HR.

Ég hef lært að skipuleggja mig betur og finnst ekkert mál lengur að lesa mikið efni fyrir próf.  Ég er bjartsýn á áframhaldandi nám, þökk sé hraðlestrartækninni.”

Edda Karlsdóttir, 19 ára nemi.

“Framfarir mínar á námskeiðinu komu mér mjög á óvart.  Ég þótti lesa hratt miðað við aðra en jók hraðann tæplega fimmfalt með skilningi á prófi upp á 10. Mjög fagmannlega að þessu staðið.  Ég ætla hiklaust að nýta mér rétt á námskeiði til upprifjunar.”

Hafdís Björk Jónsdóttir, 20 ára á leið í tannlæknanám og vinn á mbl..

“Mjög gott námskeið, náði að þrefalda lestrarhraðann með 100% skilningi. Mæli með þessu.”

María Björg Magnúsdóttir, 18 ára nemi í MR.

“Ég hef tæplega þrefaldað hraðann minn.  Og það nýtist mér mjög vel í skólanum eða bara til að lesa bók.  Miklu meiri skilningur og það er skemmtilegra að lesa.

Páll Fannar, 18 ára nemi.

“Ég átti erfitt með að ímynda mér hvernig 6 vikna námskeið sem er 2 klukkustundir í senn, gæti borið svona góðan árangur.  Sem það svo gerði.”

17 ára nemi.

Frábært námskeið til að bæta lestrarhraða. Nýtist mjög vel; góðir ábendingapunktar.”

Unnur Birgisdóttir, 18 ára nemi.

Eitthvað sem allir ættu að fara á!

Geirný, 20 ára háskólanemi.

“Einstaklega ánægð með námskeiðið.  Stóð undir því sem ég vonaði og gott betur.  Veitir innblástur og opnar dyr.

Eva Huld Ívarsdóttir, 21 árs nemi.

“Kom mjög á óvart hve mikill árangur kom í ljós.  Ég ætla ekki að hætta að læra heima og reyna að auka hraðann enn meira.  Mæli með þessu fyrir alla á öllum aldri.

Karólína Ösp, 19 ára nemi.

Árangur minn var meiri en ég bjóst við og þjónusta og aðstaða mjög góð.  Þetta mun hjálpa mér í námi og einnig vakið enn meiri áhuga á lestri á bókum.”

Sindri Snær Harðarson, 16 ára nemi.

“Ég var mjög spennt fyrir námskeiðinu og það var eins gott og ég bjóst við.  Finnst þetta veraeitthvað sem ALLIR ættu að fara á,  sérstaklega í okkar nútímaþjóðfélagi þar sem allt er á fleygiferð.”

22 ára háskólanemi.

“Ég bjóst við að þetta námskeið gæti hjálpað mér við að auðvelda lestur en það kom á óvart hversu gagnlegt og árangursríkt það var.

Hildur Magnúsdóttir, 21 árs viðskiptafræðinemi.

“Þetta námskeið kennir manni ýmsa hluti sem hjálpa manni ekki bara við hraðlestur heldur líka lestur almennt.  Mikilvægt er að gera heimaæfingarnar, en hraðlestrartæknin eykur samt strax hraða eftir að maður lærir að nota þær.”

Benedikt, 19 ára nemi.

“Góður leiðbeinandi, gott námsefni, mikill árangur, það gerist ekki betra.  Meira en fjórföldun á lestrarhraða frá upphafi námskeiðs.

Ragnar Sigurðsson, 18 ára nemi á félagsfræðibraut.

“Þetta námskeið er alveg þvílíkt, að geta lesið 3-6 falt hraðar en áður.  Bara alger snilld.  Mæli með að allir fari, þetta er peninganna virði.

Bjarni Svanur, 18 ára nemi.

“Ég var fyrst ekki viss um hvort að námskeiðið myndi gefa eitthvað af sér en strax eftir fyrsta tíma fann ég mun á lestrarhraðanum og þetta kom mér rosalega á óvart.”

Sigurður Rafn, 17 ára nemi.

“Hlakkaði til að koma og sjá hvort hraðinn myndi aukast og hann gerði það.  Nú líður mér betur með að vera að fara í prófalestur, því ég veit að ég get lesið allt efnið.”

Ásgerður F., 22 ára nemi.

“Hraðlestrarskólinn hefur nýst mér mjög vel, ég finn mikinn mun á lestrarhraða mínum nú þegar, en veit að með aukinni æfingu get ég bætt hann mun meira.  Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir hvern sem er.”

Gerður Rún, 20 ára Markaðsfulltrúi og verðandi námsmaður.

“Ég hafði farið á námskeiðið áður svo ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu, langaði hinsvegar að bæta enn meira við árangurinn og sé ekki eftir að hafa eytt tíma í þetta.  Líklega besta fjárfesting sem til er fyrir námsmenn.

Helga Lillian, 20 ára nemi.

Ég var steinhissa að strax eftir fyrsta tíma sá maður framfarir. Datt ekki í huga að maður gæti náð svona mikið meiri hraða fyrr en kannski eftir 3-4 tíma.”

Hallbera Eiríksdóttir, 22 ára nemi í HR.

“Hver einasta mínúta vel skipulögð.  Eftir námskeiðið lít ég á lestur með allt öðrum augum.

Hannes, 18 ára nemi.

“Frábært námskeið sem mun hjálpa við próflestur núna í menntó og svo í háskólanum.”

Fanney, 19 ára nemi.

“Frábær undirbúningur fyrir framtíðina og mikill tímasparnaður.  Kennari nær að vekja upp áhuga og meiri metnað í að ná enn betri árangri og meiri kunnáttu á hinum ýmsu sviðum.”

Sif Sigþórsdóttir, 18 ára nemi í Versló.

Kennari var hnitmiðaður og góður, það sást að hann vissi hvað hann var að tala um.  Það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki lært nógu vel heima.”

Ólafur K. Albertsson, 17 ára Sviðsmaður í Borgarleikhúsinu og nemi í FÁ.

“Hraðlestrarskólinn hefur stuðlað að betri kunnáttu á námsefni mínu og það ættu allir að fá það tækifæri að geta lesið hraðar, því það nýtist vel.”

Ingibjörg Sigurðardóttir, 19 ára nemi.

“Námskeiðið opnaði mér nýja sýn á hvernig hægt er að auðvelda námið og um leið að nýta tímann mun betur.”

Jón Orri, 21 árs nemi.

Ég er kominn yfir þann þröskuld að staglast í gegnum texta; les almennt hraðar.  Það er hægt að lesa hraðar, það þarf bara að segja manni það.”

Vignir Már Lýðsson, 17 ára nemi.

Kemur á óvart hversu mikið hægt er að auka hraða lesturs á stuttum tíma.Námskeiðið stóst fullkomlega þær kröfur sem ég gerði til Hraðlestrarskólans.”

Heiðrún Ólöf, 20 ára.

“Námskeiðið hefur reynst mér vel, les hraðar og næ efninu betur.

Ingvar Haukur, 18 ára framhaldsskólanemi.

“Námskeið þetta kom mjög vel á óvart.  Ég bjóst ekki við svona auðveldum, skemmtilegum en samt krefjandi vinnubrögðum. Ég á klárlega eftir að mæla eindregið með þessu námskeiði við alla sem þurfa á því að halda.”

Páll R. Logason, 20 ára Kaupmaður.

Skýrt, markvisst og skemmtilegt námskeið. Námstæknin mun nýtast mér vel í framtíðinni.”

Sonja Guðnadóttir, 21 árs nemi.

Snilld!!

Sigurður A. Sigurðsson, 19 ára nemi.

“Mjög gott námskeið, náði að taka inn upplýsingar af öllum tegundum miklu hraðar og áhugi á að lesa jókst mikið!Mæli með að allir tileinki sér tæknina!”

Ingibjörg Halldórsdóttir, 19 ára nemi.

“Satt best að segja hélt ég að þetta myndi aldrei virka, en það gerði það svo sannarlega. Árangur minn var mun meiri en ég vonaðist eftir. Hvet alla til að fara á slíkt námskeið.”

Alma Rut Þorleifsdóttir, 18 ára nemi.

“Ég vissi fyrir námskeiðið að ég yrði að auka lestrarhraðann fyrir námið.  Námskeiðið var mjög skipulagt og markvisst og árangurinn eftir því.

Steingrímur, 21 árs laganemi.

Þetta námskeið er gott veganesti í framtíðina. Til þess að ná sem bestum árangri verður maður að æfa sig.  Ég sá eftir að hafa ekki nýtt tímann betur til æfinga.”

Pétur Sólmar, 19 ára nemi.

“Þetta námskeið ásamt námstækninámskeiðinu á eftir að bjarga skólaferli mínum.  Núna horfi ég á námið framundan með bjartsýni og sjálfsöryggi í stað kvíða og neikvæðni.

Kári S. Friðriksson, 20 ára nemi.

“Ég fór á þetta námskeið með litlar væntingar en von um að lesa örlítið hraðar.  Mér tókst að sjöfalda hraðann minn, skilja efnið betur og er ekki í vandræðum eins og áður með skilning á námsefni. Þetta námskeið jók við jákvæðni og sjálfstraust og gefur mér meiri möguleika á frekara námi í framtíðinni.”

Ásta Björg Björgvinsdóttir, 20 ára laganemi.

“Ég var ekki alltof áhugasöm en eftir fyrsta tímann þá leit ég allt öðrum augum á lestur.  Ég hef alltaf verið mjög hæglæs og ekki vitað hvað ég ætti að gera til að bæta mig.  Þetta hjálpaði mér mjög.  Mér finnst að þetta ætti að vera sett inn í alla skóla.”

Ágústa Bergsveinsdóttir, 18 ára nemi.

“Ég var að leita að svona hraðlestrarnámskeiði í byrjun annar og sá auglýsingu frá þeim.  Ég grennslaðist fyrir um skólann og komst að því að þetta væri besta námskeið sem völ var á. Námskeiðið stóðst algerlega væntingar því ég hef fimmfaldað lestrarhraðann minn.  Þetta mun koma til með að nýtast mér í framtíðinni.”

Leifur Ýmir Eyjólfsson 19 ára nemi.

“Ég hélt að lestur væri leiðinlegur.  Hraðlestrarskólinn sýndi mér að lestur er ekki bara auðveldur, heldur líka skemmtilegur. Námskeiðið hefur hjálpað mér gífurlega með námið og mun auðvelda alla skólagöngu í framtíðinni.”

Kristján Geirsson, 20 ára nemi/Vaktstjóri.

Frábært námskeið sem mun nýtast mér mjög vel í námi og starfi í náinni framtíð.  Ég náði að margfalda lestrarhraða minn svo um munar.  Námskeið sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.”

Hera Birgisdóttir, 20 ára nemi..

“Mjög gott námskeið sem er nauðsyn í nútímaþjóðfélagi.  Hreinn tímaþjófur að láta það fram hjá sér fara.”

Rut Skúladóttir, 20 ára nemi.

“Fyrir námskeiðið hafði ég enga trú á að þetta væri hægt og játa að ég efaðist mjög í fyrsta tímanum.  En eftir á sér maður greinilega breytingu. Ég hlakka til þess að læra betur að nota þessar aðferðir í framtíðinni, læra að skipuleggja mig betur.  Tvö orð fyrir þá sem vilja ná árangri: Æfa sig!!! Takk fyrir frábæra innsýn í námið enn á ný.”

Hildur Jörundsdóttir, 18 ára nemi.

Gott heildstætt námskeið sem allir græða á, því fyrr því betra.”

Magnús Ingi, 22 ára nemi.

“Mjög ánægður með kennsluna. Ég lagði sjálfur ekki mikið á mig, valdi slæman tíma skólans vegna.  Samt tvöfaldaði ég lestrarhraðann minn.”

Ottó Ingi Þórisson, 20 ára nemi.

Hraðlestrarnámskeiðið hefur veitt mér þá hæfni að vera betur undir búin í að takast á við bæði námsefni og almennan lestur, margfalt meira en ég hafði nokkurn tíma átt von á.  Mig langar alltaf að vera að lesa og læra eitthvað nýtt.  Núna held ég að ég sé á góðri leið með að ná inntökuprófinu í læknadeild í vor. Takk fyrir mig.”

Bergþóra Þorgeirsdóttir, 18 ára næstum því stúdent.

“Þegar ég byrjaði í háskólanum fékk ég þvílíkt sjokk! Ég hugsaði bara „Vá, hvernig í ósköpunum er hægt að komast yfir það að lesa þetta allt?“ Ég fór að hugsa um það hvernig ég gæti bætt leshraðann og þá benti vinkona mín mér á námskeið hjá Hraðlestrarskólanum. Núna er mér fyrst að takast að sjá fram á að klára lesefni vikunnar sem ég taldi áður ómögulegt.  Núna er ekkert annað að gera en að bæta sig enn meir!”

Elva Dögg, 20 ára Hjúkrunarnemi.

“Ég sá viðtal í blaði við mann sem komst í læknadeild og þakkaði það Hraðlestrarskólanum.  Þar sem ég stefni á þá braut, kynnti ég mér efnið bjartsýnn og skráði mig.  Þetta námskeið var vonum framar og ætti að vera skylda fyrir alla!  Námskeiðið eykur lestrarhæfni á öllum sviðum, jafnt námsbókum og sögubókum.  Ég mæli með þessu fyrir alla.”

Haraldur Haraldsson, 18 ára nemi.

“Þetta er góður skóli til að ná góðum og markvissum árangri.”

Hekla Guðrún Böðvarsdóttir, 18 ára nemi.

“Námskeiðið kom mér virkilega á óvart.  Nú get ég ekki hætt að velta fyrir mér hversu ótrúlegur árangurinn hefði verið ef ég hefði ávallt æft mig heima eins og mælt var með.  mæli hiklaust með námskeiðinu, hverrar krónu virði.

Tómas Pálsson, 18 ára nemi.

“Mér fannst erfiðast að læra heima, en þó ég hafi ekki verið eins duglegur og um var beðið náði ég að fjórfalda lestrarhraða minn.  Það segir allt sem segja þarf!

Bjarni Björnsson, 17 ára nemi við Menntaskólann Hraðbraut.

“Hraðlestrarnámskeiðið bar tvímælalaust þann árangur sem ég hafði vænst til þess og meira en það.  Námskeiðið á eftir og hefur nú þegar nýst mér í náminu, en það krefst mikils lesturs.”

Margrét Magnúsdóttir, 21 árs laganemi..

“Ég kom á námskeiðið til þess að tvöfalda lestrarhraða minn og ég gerði það þótt ég hafi verið alltof léleg í að æfa mig heima.  Það sýnir bara hvað þessi tækni er stórmerkileg!! Takk fyrir mig.”

Svava Guðmundsdóttir, 20 ára nemi í HÍ.

“Ég sótti hraðlestrarnámskeiðið eftir að hafa séð auglýsingu í skólanum mínum.  Ég bjóst við einhverjum árangri en hann hefur verið langt umfram mínar björtustu vonir.  Ég finn strax mun við heimanámið og þá sérstaklega við próflestur.  Ég er ekki aðeins ánægð með aukinn lestrarhraða heldur er ég farin að ná texta betur við fyrsta lestur og grípa efnið mun betur. Takk kærlega fyrir mig.”

Ásgerður Snævarr, 17 ára nemi.

“Frábært námskeið sem allir ættu að skella sér á.”

Bergþóra Ágústsdóttir, 21 árs nemi.

Var frekar efins í byrjun en núna er ég alveg undrandi að ég gæti þetta.  Þó ég sé 17 ára og ætti varla að láta sjá mig á þessu, þá finnst mér þetta röff og hef montað mig mikið af þessu í vinahópnum!”

Bjarki Jónsson., 17 ára nemi í FSU.

“Fór á námskeiðið með opnum hug en samt trúði ég ekki að ég gæti þrefaldað til fjórfaldað lestrarhraða minn, sem varð síðan raunin.  Kennarinn vakti mikinn áhuga á hraðlestri hjá mér strax í fyrsta tíma og hafði ég óbilandi trú á eigin getu til að geta bætt hraða minn eftir tímann.”

Egill Örn, 17 ára nemi í MR.

Fyrir námskeiðið hefði ég aldrei trúað að ég gæti bætt lestrarhraða minn svona mikið. Ég er mjög ánægð og er það að hjálpa mér mikið í dag í mínu háskólanámi.”

Jóhanna Berta Bernburg, 20 ára Háskólanemi.

“Árangur, framför, skemmtun og lífsins veganesti.”

Kristján Valdimarsson, 21 árs nemi.

“Ástæðan fyrir því hvers vegna ég tók námskeiðið var fyrst og fremst forvitni og þegar ég mætti í fyrsta tímann vissi ég ekki á hverju ég ætti von.  Ég hafði litla trú á að einhver gæti lesið margfalt hraðar með góðum skilningi eftir aðeins nokkra tíma, en eftir nokkrar einfaldar lestraræfingar í fyrsta tíma sá ég strax mun og ég náði að þrefalda lestrarhraða minn á námskeiðinu, þrátt fyrir að ég þurfti að sinna skólanum með námsefni Hraðlestrarskólans.”

Sveinn Þórhallsson, 18 ára nemi.

“Mín reynsla af námskeiðinu var mjög góð og þetta var mun skemmtilegra en ég hefði trúað.  Ef maður leggur sig fram og gefur sér tíma í að æfa sig þá er alveg öruggt að maður nái góðum árangri.”

Alida Ósk, 17 ára nemi.

“Frábært! Ég hafði engar vonir þegar ég kom, var frekar vantrúuð á þetta, en hraðlesturinn kom ótrúlega fljótt með æfingunni.  Er mjög ánægð, get farið mun hraðar yfir efni, get skipulagt mig betur og kann að rifja betur upp.  Takk fyrir mig.”

Lilja Rut Traustadóttir 19 ára nemi.

“Fínt námskeið sem hefur hjálpað mér mikið við að komast yfir heimanámið á mun skemmri tíma.  Aukinn hraði hjálpar manni að hafa hugann við efnið.”

Hrafnhildur Sigurðardóttir, 19 ára nemi í MA.

“Ég hef náð miklu meiri árangri en ég átti von á.  Áður fyrr var einbeitingin ekki til staðar en með auknum hraða hefur hún látið sjá sig.  Þetta er besta námskeið sem hver og einn einstaklingur getur fundið. Amen.”

Baldur, 17 ára nemi.

“Ég lærði margt á þessu námskeiði.  Margar ranghugmyndir um lestur voru leiðréttar,lestrarhraðinn margfaldaðist og ég veit að þetta námskeið á eftir að gagnast mér mjög vel.”

Úlla Árdal, 18 ára nemi.

“Þetta námskeið hjálpaði mér að rúmlega fjórfalda leshraða minn.  Þetta var framar öllum vonum.  Ég vissi ekki að ég gæti lesið hratt.”

Kristján Ó. Davíðsson 18 ára nemi í VÍ.

“Námskeiðið bar tvímælalaust þann árangur sem ég vonaðist eftir og gott betur en það.  Þjónusta til einstaklingins er frábær og skipulagið til fyrirmyndar.  Ekki skemmdi það fyrir að fá alltaf súkkulaði.  Námskeiðið margborgaði sig.

Esther Ösp Valdimarsdóttir, 19 ára nemi.

“Ég var virkilega spennt fyrir námskeiðinu, fannst lýsingin á því mjög góð á heimasíðunni.  Var að byrja í námi og fannst þetta því spennandi kostur.  Námskeiðið var frábært, margt nýtt kom fram sem ég vissi ekki áður.  Ég hef margfaldað lestrarhraða minn og les allt öðruvísi en ég gerði áður, mun einbeittari og virkari. Einfaldar aðferðir sem eru kynntar en virka ótrúlega vel. …”

Monika Freysteinsdóttir, 22 ára Háskólanemi.

“Ég hafði góða tilfinningu, bæði fyrir og eftir námskeiðið.  Það bar þann árangur sem ég leitaði eftir og rúmlega það.  Svo er það mjög hvetjandi að það er lofað endurgreiðslu ef ekki verður að minnsta kosti tvöföldun á lestrarhraða.”

Björg Eyþórsdóttir, 22 ára Háskólanemi.

“Fyrir námskeiðið hugsaði ég að þetta væri hlutur sem gæti nýst mér í námi. Var samt dálítið efins um að ég gæti lært að “lesa” betur. Eftir námskeiðið finnst mér ég hafa grætt á því að fara. Þetta eykur einbeitingu hjá mér, þá sérstaklega eftir æfingar og skipulagið á lestri batnaði.”

Guðný Ösp Ragnarsdóttir, 22 ára Háskólanemi.


FRÍR PDF bæklingur fyrir þig!

Hér má finna ýmis hjálpleg ráð til að lesa mikið meira - með meiri einbeitingu og lesskilningi - í skáldsögum, námsbókum eða handbókum!

Smelltu á myndina til að sækja bækling!

Smelltu á myndina til að sækja bækling!

Smelltu á myndina til að sækja bækling!

FRÍ-bækur Hraðlestrarskólans

Undanfarin ár hefur Hraðlestrarskólinn verið að gefa nemendum sínum aðgang að nokkrum þekktum íslenskum ritverkum á rafrænu formi og hér má sjá hluta af bókunum sem eru í boði. Eru þær hugsanlega á leslista í þínum skóla? >> Smelltu bara á þá bók sem þú vilt sækja - FRÍTT fyrir þig!

Hve hratt lest þú í dag? - FRÍTT námskeið fyrir þig!

Hér færðu einfaldar leiðbeiningar og skrefin til að mæla og reikna út hve hratt þú lest í dag - með einföldum hætti!

Close

50% Lokið

4 áhrifamiklar lestrarvenjur hjá afburða lesendum!

Viltu fá pósta* þar sem ég útskýri hvaða FJÓRAR lestrarvenjur kunnáttusamir afbragðs lesendur hafa tileinkað sér til að lesa mikið af bókum - og njóta þeirra betur?

Smelltu nafni og netfangi inn í formið  hér að neðan og þú færð póst innan nokkurra mínútna með frekari upplýsingum!
*Engar áhyggjur því þú getur alltaf tekið þig af póstlistanum með því að smella á 'unsubscribe' neðst í póstum frá mér.