Fjórir vafrar sem auðvelda þér lestur greina á vefsíðu.

lesefni á tölvuskjá lesefni í vafra lestur lestur í námi lokapróf misserispróf nám námsárangur próf prófalestur prófaundirbúningur rafrænt lesefni rafrænt námsefni verkefni í námi Jan 21, 2022
Fjórir vafrar sem auðvelda þér lestur greina á vefsíðu.

Hér í þessari stuttu grein ætla ég að taka fyrir atriði sem margir nemendur hjá mér hafa kvartað yfir á undanförnum árum. Lestur almennra greina á vefsíðu. Þetta geta verið fræðigreinar eða almennar greinar sem við þurfum að lesa vegna náms, vinnu eða áhugamáls en mjög gjarnan í dag að á þessum vefsíðum sé mikið áreiti. Mikil truflun vegna þess að vefsíðurnar eru að setja auglýsingar eða aukaefni um og í kringum greinarnar sem getur trufla og ýtt undir einbeitingarleysi.

Velflestir vafrar taka tillit til þessa og er hægt að opna sérstakan lesham (e. Reading Mode) eða setja upp viðbætur í vafrann, líkt og Google Chrome, til að auðvelda lestur á þessum greinum. Ég ætla að taka viðbætur í Google Chrome fyrir í annarri grein en hér vil ég horfa til fjögurra vafra sem ég mæli með að skoða ef þú ert að lesa mikið af efni á vefnum.

1. Vivaldi
2. Firefox
3. Edge
4. Opera

Ég mæli gjarnan með því á námskeiðinu að þó að þú eigir þinn uppáhalds vafra og notir hann í allt, þá getur verið hentugra að hafa annan vafra til lesturs ef hann býður upp á minna áreiti og auðveldari meðhöndlun á textanum.

Í tengslum við þetta mun ég benda á stillingar í hverjum vafra og nýti mér þá efni úr greininni um – „7 atriði sem hjálpa þér við lestur á lestölvu, spjaldtölvu eða síma“ – sem hægt er að finna á www.h.is/rafbok.

1. Vivaldi

Vivaldi vafrinn er mjög þægilegur og er auðvelt að finna lesham vafrans við hlið vefslóðar (sjá ör á mynd að neðan). Hér notaði ég vef Úlfljóts sem er tímarit laganema og þar má oft finna vandaðar greinar um íslenska sem alþjóðlega lögfræði.

Með því að smella á lesham hnappinn í valstikunni á vafranum þá opnast þessi gluggi hér.

  1. stilling kallar á að stjórna lesmöguleikum þínum í greininni. Settu textann upp eins og að þér finnst þægilegast að lesa.
  2. stilling kallar á að fækka orðum í línu – setja að hámarki 4-6 orð í línu – og auðvelda þér þannig að taka línu fyrir línu lóðrétt niður skjáinn. Vivaldi býður upp á þetta.
  3. stilling kallar á að nýta frekar Sans Serif letur og Vivaldi vafrinn býður upp á tvær leturgerðir og vinstri hnappurinn út til enda býður upp á það.
  4. stilling kallar á að stækka letrið ef þú getur ekki búið til dálka með 4-6 orðum. Þá er hægt að gera textann aðeins stærri eða ef þess gerist þörf að breyta stærð á glugganum. Vivaldi býður upp á þetta.
  5. stilling kallar á að auka bil á milli lína til að afmarka betur hverja línu og auðvelda lestur. Þú sérð orðin hraðar og skýrar. Vivaldi býður upp á þetta.
  6. stilling kallar á það að dekkja bakgrunn til að hlífa augum við of mikilli birtu af skjá. Auðveldar lestur á löngum greinum, sérstaklega ef þú ert að lesa í langan tíma. Vivaldi býður upp á þetta.
  7. stilling kallar á að virkja þig síðan sem lesanda með því að leiða augun niður skjá til dæmis með músarbendli og skrolla svo bara með músinni niður greinina. Annað ráð er að horfa alltaf á neðstu línu sem birtist fyrir ofan jaðar gluggans að neðan og nota svo örvartakka niður til að stjórna flæði þínu í lesefninu.

Sjá dæmi um tilbúið lesefnið hér.

2. Firefox

Firefox vafrinn er einnig mjög þægilegur og er auðvelt að finna lesham vafrans við hlið vefslóðar (sjá ör á mynd að neðan). Hér notaði ég áfram vef Úlfljóts til að sýna helstu kosti vafrans.

Með því að smella á lesham hnappinn í valstikunni á vafranum þá opnast þessi gluggi hér.

Næst þarftu að opna leturstillingar vafrans með því að smella á Aa hnappinn – sjá mynd að ofan. Þá opnast valgluggi með helstu stillingum fyrir þig.

  1. stilling kallar á að stjórna lesmöguleikum þínum í greininni. Settu textann upp eins og að þér finnst þægilegast að lesa.
  2. stilling kallar á að fækka orðum í línu – setja að hámarki 4-6 orð í línu – og auðvelda þér þannig að taka línu fyrir línu lóðrétt niður skjáinn. Firefox býður upp á þetta.
  3. stilling kallar á að nýta frekar Sans Serif letur og Firefox vafrinn býður upp á tvær leturgerðir og vinstri hnappurinn efst býður upp á það.
  4. stilling kallar á að stækka letrið ef þú getur ekki búið til dálka með 4-6 orðum. Þá er hægt að gera textann aðeins stærri eða ef þess gerist þörf að breyta stærð á glugganum. Firefox býður upp á þetta.
  5. stilling kallar á að auka bil á milli lína til að afmarka betur hverja línu og auðvelda lestur. Þú sérð orðin hraðar og skýrar. Firefox býður upp á þetta.
  6. stilling kallar á það að dekkja bakgrunn til að hlífa augum við of mikilli birtu af skjá. Auðveldar lestur á löngum greinum, sérstaklega ef þú ert að lesa í langan tíma. Firefox býður upp á þetta.
  7. stilling kallar á að virkja þig síðan sem lesanda með því að leiða augun niður skjá til dæmis með músarbendli og skrolla svo bara með músinni niður greinina. Annað ráð er að horfa alltaf á neðstu línu sem birtist fyrir ofan jaðar gluggans að neðan og nota svo örvartakka niður til að stjórna flæði þínu í lesefninu.

Sjá dæmi um tilbúið lesefni að neðan.

3. Edge

Edge vafrinn frá Microsoft er einnig mjög þægilegur og er auðvelt að finna lesham vafrans við hlið vefslóðar (sjá ör á mynd að neðan). Hér notaði ég áfram vef Úlfljóts til að sýna helstu kosti vafrans.

Með því að smella á lesham hnappinn í valstikunni á vafranum þá opnast þessi gluggi hér.

Hér er gott dæmi um þá þróun sem er að verða á vöfrum en Edge býður upp á nokkra möguleika sem verður gaman að prófa á næstunni. Þar er að finna – Read Aloud – hnapp sem má ætla að verði hægt að nota á íslenskar vefsíður í nánustu framtíð en íslensku er ekki að finna þar eins og er en nýtist mjög vel ef þú ert á erlendum, td. enskum vefsíðum. Þú ert síðan með lestrarstillingar sem við ætlum að skoða í næsta skrefi en Edge býður að auki upp á tvo aðra valkosti – Grammar Tools – og – Reading Preferences. Ég nýti mér ekki málfræði hnappinn mikið en það eru stillingar sem er vert að hafa í huga í lestrarvalinu. Kíkjum fyrst á lesstillingar.

  1. stilling kallar á að stjórna lesmöguleikum þínum í greininni. Settu textann upp eins og að þér finnst þægilegast að lesa.
  2. stilling kallar á að fækka orðum í línu – setja að hámarki 4-6 orð í línu – og auðvelda þér þannig að taka línu fyrir línu lóðrétt niður skjáinn. Edge býður upp á þetta.
  3. stilling kallar á að nýta frekar Sans Serif letur og Edge vafrinn býður upp á þrjár leturgerðir.
  4. stilling kallar á að stækka letrið ef þú getur ekki búið til dálka með 4-6 orðum. Þá er hægt að gera textann aðeins stærri eða ef þess gerist þörf að breyta stærð á glugganum. Edge býður upp á þetta.
  5. stilling kallar á að auka bil á milli lína til að afmarka betur hverja línu og auðvelda lestur. Þú sérð orðin hraðar og skýrar. Edge býður ekki upp á þetta en býður á móti upp á aukið bil á milli bókstafa. 
  • Í stað þess að bjóða upp á val um að auka bil á línu þá býður Edge upp á valmöguleika í Lestrarvalinu.

  • Línuafmörkun (e. line focus) er að mínu mati mjög sniðug lausn hjá þeim. Þú getur valið þrjár stillingar sem afmarka eina línu, líkt og í mynd að ofan, en tvær aðrar stillingar sem opna á fleiri línur. Lestrarhraðinn þinn stjórnar töluvert hve mikið þú notar þetta en gæti minnkað áreiti við lestur enn meir með því að útiloka truflun frá öðrum línum við lesturinn.
  1. stilling kallar á það að dekkja bakgrunn til að hlífa augum við of mikilli birtu af skjá. Auðveldar lestur á löngum greinum, sérstaklega ef þú ert að lesa í langan tíma. Edge býður upp á þetta.
  2. stilling kallar á að virkja þig síðan sem lesanda með því að leiða augun niður skjá til dæmis með músarbendli og skrolla svo bara með músinni niður greinina. Annað ráð er að horfa alltaf á neðstu línu sem birtist fyrir ofan jaðar gluggans að neðan og nota svo örvartakka niður til að stjórna flæði þínu í lesefninu.

Sjá dæmi um tilbúið lesefni að neðan.

4. Opera

Opera vafrinn er einnig mjög þægilegur en stundum getur verið erfitt að finna lesham vafrans við fyrstu notkun á vafranum. Þá þarftu að virkja það með því að setja þessa skipun í vefslóðar-gluggann:

opera://flags/#reader-mode

Þar færðu val um að virkja leshaminn í vafranum og eftir það endurræsir vafrinn sig þá finnur þú hnappinn fyrir leshaminn við hlið vefslóðar (sjá ör á mynd að neðan). Hér notaði ég áfram vef Úlfljóts til að sýna helstu kosti vafrans.

Með því að smella á lesham hnappinn í valstikunni á vafranum þá opnast þessi gluggi hér.

Næst þarftu að opna leturstillingar vafrans með því að smella á leturstillinga hnappinn – Customise appearance – sjá mynd að ofan. Þá opnast valgluggi með helstu stillingum fyrir þig.

  1. stilling kallar á að stjórna lesmöguleikum þínum í greininni. Settu textann upp eins og að þér finnst þægilegast að lesa.
  2. stilling kallar á að fækka orðum í línu – setja að hámarki 4-6 orð í línu – og auðvelda þér þannig að taka línu fyrir línu lóðrétt niður skjáinn. Opera býður ekki upp á þetta en þú gætir notað 5. stillingu hér að neðan til að laga þetta.
  3. stilling kallar á að nýta frekar Sans Serif letur og Opera vafrinn býður upp á þrjár leturgerðir og ein þeirra er Sans-serif
  4. stilling kallar á að stækka letrið ef þú getur ekki búið til dálka með 4-6 orðum. Þá er hægt að gera textann aðeins stærri eða ef þess gerist þörf að breyta stærð á glugganum. Opera býður upp á þetta.
  5. stilling kallar á að auka bil á milli lína til að afmarka betur hverja línu og auðvelda lestur. Þú sérð orðin hraðar og skýrar. Opera býður ekki upp á þetta.
  6. stilling kallar á það að dekkja bakgrunn til að hlífa augum við of mikilli birtu af skjá. Auðveldar lestur á löngum greinum, sérstaklega ef þú ert að lesa í langan tíma. Opera býður upp á þetta.
  7. stilling kallar á að virkja þig síðan sem lesanda með því að leiða augun niður skjá til dæmis með músarbendli og skrolla svo bara með músinni niður greinina. Annað ráð er að horfa alltaf á neðstu línu sem birtist fyrir ofan jaðar gluggans að neðan og nota svo örvartakka niður til að stjórna flæði þínu í lesefninu.

Sjá dæmi um tilbúið lesefnið hér.

Að lokum

Hér fór ég í gegnum fjóra vafra og hvernig við getum notað lesham möguleika þeirra til að auðvelda okkur lestur á greinum á vefsíðum. Mikið af sömu stillingum og ég bendi á hér nýtast jafnt á PC eða Mac vélum, en einnig er vert að hafa þetta í huga við lestur á greinum í spjaldtölvum og símum. Ég tek einmitt þetta fyrir líka í greininni á www.h.is/rafbok.

Ertu almennt að lesa mikið á tölvuskjá, spjaldtölvu, lestölvu í námi eða vinnu? Er mikið af þínu lesefni á PDF eða öðrum rafrænum skrám? – Á hraðlestrarnámskeiði tökum við sérstaklega á þessum lestri – ný námskeið hefjast í hverjum mánuði.