Um okkur

Hver er kennarinn? >> Smelltu hér!


Hraðlestrarskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 1978 og hefur haldið hraðlestrarnámskeið árlega síðan. Á hverju ári eru að jafnaði haldin 2-3 námskeið mánaðarlega.

Skrifstofur skólans eru í Reykjanesbæ en við kennum aftur á móti út um allt land. Haldin eru 2-3 almenn námskeið í mánuði en einnig komum við og höldum námskeið í skólum og fyrirtækjum víðsvegar um landið. Eigendur Hraðlestrarskólans eru hjónin Jón Vigfús Bjarnason og Svanfríður Linda Jónasdóttir og hafa þau rekið skólann frá árinu 2005. Jón Vigfús er kennari á hraðlestrarnámskeiðunum.

Okkar aðalkennslustaður á höfuðborgarsvæðinu er í Menntasetrinu við lækinn – Gamla Lækjarskóla – Skólabraut 2 í Hafnarfirði.

ATH: Bendum á að bílastæði og inngangur er á bakvið húsið – gengið upp tröppur – og er almennt að kenna upp á 3. hæð.

Við erum síðan að halda sérnámskeið í skólum og fyrirtækjum um allt land og heimsækjum símenntunarmiðstöðvar landsins eins oft og áhugi heimamanna kallar eftir okkur. Viltu fá okkur til þín? Hafðu þá samband í gegnum - jovvi[hjá]hradlestrarskolinn.is