7 atriði sem hjálpa þér við lestur á lestölvu, spjaldtölvu eða síma:

ebook kindle lestur rafbók Nov 12, 2015
7 atriði sem hjálpa þér við lestur á lestölvu, spjaldtölvu eða síma

Hér má finna 7 einföld ráð til að hjálpa þér við lestur á lestölvu, spjaldtölvu eða síma:

  1. Ekki reyna að herma eftir blaðsíðu í bók – með því að hafa 10 orð í línu og um 25-30 línur á skjánum í einu – og hafa þannig fleiri orð á hverri skjámynd. Hér ert þú við stjórnvölinn og getur sett textann upp eins og hentar best fyrir þig að lesa. Þó að þú sért að fækka orðum á hverri skjámynd og þurfir að fletta oftar – þá skiptir það ekki máli því fletting í síma, spjaldtölvu eða lestölvu er spurning um eina skjásnertingu eða að ýta á einn takka og fletting tekur jafnan aðeins brot úr sekúndu.
  2. Settu textann þinn upp í dálka með því að fækka orðum í línu – gott er að hafa 4-6 orð í línu. Færri orð í línu flýta fyrir þér í lestri og gera þér hann auðveldari. Fréttir og greinar í dagblöðum er sett í dálka með sama tilgangi – flýta fyrir lestri og auðvelda þér sem lesanda.
  3. Ef boðið er upp á að breyta leturgerð þá skaltu nota - Sans serif letur, sem dæmi: Arial, Helvetica eða leturgerðir sem byrja eða enda með orðinu - Sans. Nánast allar vefsíður nota – Sans serif letur enda hefur það sýnt sig að þetta er þægilegri leturgerð við lestur á tölvuskjá.
  4. Stækkaðu letrið þar til dálkur inniheldur um 4-6 orð eða þar til orðin eru mjög skýr og greinileg. Þeim mun greinilegri sem textinn er, þeim mun þægilegri verður lesturinn.
  5. Reyndu að auka bil á milli lína og jafnvel á milli orða ef upp á það er boðið. Þegar þú hefur meira svæði autt á milli orða - í stað þess að hafa öll orð og línur klesst saman - þá verður lesturinn þægilegri með því að hafa rýmra um orðin. Þú sérð orðin skýrar og hraðar.
  6. Þegar þú ert að lesa í gegnum síma eða spjaldtölvu þá skaltu reyna að dekkja bakgrunn og hafa letrið ljóst í staðinn. Augun þreytast fljótt ef við lesum af mjög björtum skjá, er jafnvel að tefja fyrir svefni ef lesið er af björtum skjá rétt fyrir svefn. Dökkur bakgrunnur dregur úr þessu og auðveldar þér að lesa til lengri tíma. ATH. Það þarf ekki að huga að þessu í lestölvum s.s. Kindle.
  7. Ýttu undir virkni þína sem lesanda með því að leiða fingur niður dálkinn eða meðfram jaðri á síma, spjaldtölvu eða lestölvu. Þú heldur meiri hraða og lestraránægjan þín eykst.

Ertu almennt að lesa mikið á tölvuskjá, spjaldtölvu, lestölvu í námi eða vinnu? Er mikið af þínu lesefni á PDF eða öðrum rafrænum skrám? – Á hraðlestrarnámskeiði tökum við sérstaklega á þessum lestri – ný námskeið hefjast í hverjum mánuði.


 >> Ef þetta er efni sem þú hefur áhuga á að kynna þér frekar þá bendi ég á FRÍnámskeiðið - Rafrænt lesefni! - www.h.is/raf 

Hér sýni ég þér litlu smáatriðin sem þú vissir ekki varðandi lestur á tölvuskjá, spjaldtölvu, lestölvu og síma. Lítil atriði sem skipta þig samt svo miklu og gætu gert lestur þinn mikið þægilegri. Atriði sem nemendur mínir eiga ekki orð yfir - eftir að ég hef kennt þeim það!


Hvar finn ég lestrarforrit fyrir bókina mína? - Á FRÍnámskeiðinu bendi ég þér á ýmis forrit fyrir PC/Mac, Android, iOS, vafra, PDF og ýmislegt fleira. - www.h.is/raf - FRÍTT fyrir þig!