15 lykilskref til að hjálpa 10-12 ára barni að hámarka árangur sinn á fjarnámskeiðinu

6 vikna fjarnám fjarnám fyrir 10-12 ára fjarnám fyrir börn fjarnám fyrir krakka hraðlestrarnámskeið hraðlestrarnámskeið fyrir börn hraðlestrarnámskeið fyrir krakka hraðlestur hraðlestur fyrir 10-12 ára Jun 09, 2024
15 lykilskref til að hjálpa 10-12 ára barni að hámarka árangur sinn á fjarnámskeiðinu
Hér finnur þú 15 lykilskref til að hjálpa 10-12 ára barni að hámarka árangur sinn á fjarnámskeiðinu okkar - 6 vikna fjarnámskeið - fyrir 10-12 ára börn. Þú sem foreldri barnsins hefur oft mun meiri áhrif á árangur þess í heimanámi - sérstaklega í fjarnámi - en þú gerir þér kannski grein fyrir. Hér finnur þú ýmis ráð til að undirbúa barnið til að taka námskeiðið í fjarnámi.
 

Áður en námskeiðið hefst

 1. Kannaðu efni námskeiðsins: Lestu yfir námskeiðsefnið, kröfurnar og námsmarkmiðin til að geta betur stutt barnið.
 2. Settu upp námsrými: Búðu til hljóðlátt, skipulagt og truflanalaust svæði tileinkað fjarnámi - þar þarf að vera tölva, fartölva, spjaldtölva en einnig eru mörg börnin að nota símann sinn eða nettengt sjónvarp. Barnið þarf líka létta skáldsögu, blýant, vasareikni eða síma, og glósublað ef barnið vill skrá hluti hjá sér. Gott að hafa eitthvað að drekka á milli æfinga og fyrirlestra.
 3. Athugaðu tæknikröfur: Gakktu úr skugga um að þú hafir áreiðanlega nettengingu, viðeigandi búnað (tölvu, heyrnartól) og góðan internetvafra t.d. Google Chrome, MS Edge, Safari, Opera, Firefox. - ef þig vantar tæknilega aðstoð eða ert með spurningar þá ertu með beint samband við okkur í gegnum kennsluvefinn.
 4. Búðu til stundaskrá: Settu upp daglega eða vikulega stundaskrá sem inniheldur námstíma, pásur og námslotur barnsins. Ef að barnið er í skóla, íþróttum, öðrum námskeiðum - þá er þessi þáttur enn mikilvægari.
 5. Kynntu þér námskeiðsvefinn: Kynntu þér námskeiðsvefinn og útskýrðu það fyrir barninu þínu, þar með talið hvernig á að skrá sig inn, hvernig á að skila verkefnum og spyrja spurninga. Reynslan mín er þó sú að 10-12 ára börn þurfa þessa hjálp kannski bara í fyrsta tíma - og svo eru þau farin af stað.
 6. Settu markmið fyrir barnið og skoðaðu væntingar þess: Ræddu og settu raunhæf markmið fyrir það sem barnið þitt vonar að ná fram við lok námskeiðsins. Fylgstu vel með væntingum barnsins og hjálpaðu því að tækla væntingar.

Á meðan á námskeiðinu stendur

 1. Fylgstu reglulega með framförum: Fylgstu vel með framförum barnsins með því að skrá þig reglulega inn og fylgstu vel með heimaverkefnum og skilum á hraðatölum til kennara.
 2. Hvetja til virkni: Hvetja barnið til að taka þátt í umræðum í ummælakerfi, spyrja spurninga og taka þátt í öllum gagnvirkum þáttum námskeiðsins.
 3. Veita aðstoð þegar þörf er á: Vertu til staðar til að hjálpa við tæknileg vandamál, skilning á námskeiðsefninu eða tímastjórnun. Hafðu samband við kennara þegar þú þarft á aðstoð að halda.
 4. Hvetja til pásu og hreyfingar: Gakktu úr skugga um að barnið þitt taki helst eina pásu á 30-40 mín fresti og taki einfaldar æfingar til að viðhalda einbeitingu og draga úr skjáþreytu.
 5. Hafðu samskipti við kennarann: Haltu samskiptum við kennarann opnum til að fá uppfærslur, ábendingar og til að koma í veg fyrir óþarfa áhyggjur.

Eftir að námskeiðinu lýkur

 1. Yfirfara námskeiðsárangur: Ræddu við barnið um kennsluna og æfingarnar, hvað fannst því skemmtilegt og skoðaðu hvað það er sem gæti þurft frekari úrbætur í lestrarvenjum barnsins.
 2. Fagna afrekum: Viðurkenna og fagna erfiði barnsins og öllum áföngum eða árangri sem náðst hefur á námskeiðinu.
 3. Safna endurgjöf: Spyrðu barnið um hvað því fannst um námskeiðið til að skilja reynslu þess og allar áskoranir sem það stóð frammi fyrir. Hvað gæti þurft að bæta fyrir næsta námskeið? Hvað lærði barnið með því að sitja þetta fjarnámskeið sem það getur nýtt sér inn á næsta fjarnámskeið?
 4. Skipuleggja næstu skref: Barnið hefur hér eftir alltaf aðgang að æfingavefnum og getur því haldið æfingum áfram. Gættu að því að heimsækja bókasafnið reglulega og passa þannig upp á að barnið hafi alltaf einhverja góða bók á náttborðinu.

Með því að fylgja þessum skrefum getur þú veitt barninu þínu ríkan og mikilvægan stuðning. Áður en að námskeiðið hefst, á meðan að á því stendur og eftir að því lýkur, sem hjálpar til við að hámarka  árangur barnsins og festa í sessi mun betri lestrarfærni hjá því til framtíðar.

Að lokum

Hér fór ég í gegnum nokkur einföld skref til að hjálpa 10-12 ára barni að ná árangri í fjarnámi. Þessi ráð eiga ekki bara við um 6 vikna hraðlestrarnámskeið fyrir 10-12 ára barn - heldur eiga nánast allir þessir punktar vel við um öll fjarnámskeið sem barnið tekur. 

Ég mæli með að þú sem foreldri byrjir að undirbúa barnið til að læra með þessum hætti, því það eru allar líkur á að stór hluti af menntun barnsins þíns í framtíðinni muni fara fram með þessum hætti og því fyrr sem það lærir þann sjálfsaga, tímastjórnun, þolinmæði og um leið frelsið sem því fylgir að geta lært á þeim tíma sem að hentar þeim. Þá mun barnið þitt finna fljótt fyrir áhuga á að taka fleiri námskeið með þessum hætti.

Reynslan mín hefur verið sú að 10-12 ára börn þurfa smá hjálp með að komast af stað í fyrsta tíma, Það að skrá sig inn, samskipti við kennara, undirbúningur fyrir fyrsta tíma - þetta eru allt atriði sem þú þarft að tækla fyrir barnið í bili. Reynslan mín hefur líka verið sú að börnin voru síðan fljót að tileinka sér þetta í framhaldi og eru jafnvel enn tölvuglöggari og fljótari að læra en foreldrarnir.

Nýttu þér það, leyfðu barninu að upplifa það að læra með þessum hætti, því að Krakkaábyrgðin mín tryggir þeim sem hafa setið 6 vikna fjarnám - og eru að lenda í vandræðum - þá koma þau bara inn á næsta helgarnámskeið eða 3 vikna námskeið í staðnámi og læra grunninn þar. Það hefur þó sem betur fer ekki reynt á þetta því öll börnin sem hafa farið í gegnum ferlið hafa náð góðum árangri.