Hefur þú tekið prófið?

Viltu lesa eða þarftu að lesa mikið í námi eða vinnu? Viltu lesa meira? Þarftu að lesa meira? Viltu lesa hraðar en þú gerir í dag? Skiptir það máli hve hratt eða hægt þú lest? Er einbeitingarleysi að trufla þig í lestri? Langar þig að lesa bækur en þú finnur þreytu koma yfir þig áður en þú hefur lokið við hálfa síðu? Hefur þú velt fyrir þér hvernig þú getur uppfært og bætt lestrarvenjur þínar?

Ef eitthvað af þessum spurningum vekja athygli þína þá ættir þú að skella þér í gegnum sjálfsprófið og sjá hvort að þú þurfir að þjálfa þínar lestrarvenjur.

JÁ TAKK - SKOÐA ÞETTA!

Að vera eða ekki vera á póstlista? - Það er stóra spurningin!

Ég verð að játa að ég er mjög lélegur í að senda pósta - en vona alltaf að póstarnir sem ég sendi séu áhugaverðir og að viðtakandi VILJI fá þessar upplýsingar. Ég legg mikið upp úr því.

Þú getur alltaf smellt á 'unsubscribe' neðst í póstum frá mér ef þú vilt ekki heyra meira frá mér - en vandinn er að þá tekur póstkerfið mitt því sem algerri höfnun :) 

Hún tekur þig ekki bara af einum póstlista - heldur öllum - sem er gott ef þú vilt ALLS EKKI heyra meira frá mér. En ekki svo gott ef þú ert kannski nemandi hjá mér og vildir bara hætta að fá póstseríu um efni sem þú vilt ekki fá lengur.

Af hverju fæ ég enga pósta frá þér!

Þetta er nefnilega hitt vandamálið. Nemendur að spyrja mig hvar póstarnir þeirra eru.

En ekki hafa áhyggjur - það er hægt að leysa þetta með einföldum hætti - sjá hér að neðan!

Ef þú vilt bara hætta að fá ákveðna pósta eða póstseríu - tökum sem dæmi að þú hafðir verið á biðlista en hefur núna skráð þig og vilt að ég taki þig af biðlistanum.

Sendu mér þá póst á [email protected] eða smelltu skilaboðum á mig á www.h.is/adstod - og ég tek netfangið þitt af listanum. Lítið mál :)

Fá aðstoð - taka mig af póstlista!

Hefur þú "ÓVART" smellt á 'unsubscribe' en vilt fá námskeiðapósta eða aðrar upplýsingar?

Ekkert mál. Skráðu þig inn á kennsluvefinn með notendanafni og lykilorði á www.h.is/innskra - Smelltu síðan á profile-táknið - myndin þín eða svona dökkt tákn líkt og sést á smærri myndinni að ofan. Veldu þar 'Stillingar' og þú þarft að fara aðeins niður í stillingarglugganum og þar finnur þú 'Profile Settings' - sjá stærri myndina. Þar getur þú stillt öll skilaboð til þín frá mér og kerfinu mínu. Neðsti valmöguleikinn - 'Please email me about new products and promotions' þarf að vera kveiktur til að þú fáir pósta um námskeiðið eða aðrar mikilvægar upplýsingar.

Einfalt mál! Eða næstum því :)

Hafðu svo bara samband við mig hér að ofan til að láta mig vita hvaða póströð eða skilaboð frá mér voru að fara svona í taugarnar á þér að þú smelltir á 'unsubscribe' og ég lofa þér að taka þig af þeim lista ;)

Hve hratt lest þú í dag? - FRÍTT námskeið fyrir þig!

 

Hér færðu einfaldar leiðbeiningar og skrefin til að mæla og reikna út hve hratt þú lest í dag - með einföldum hætti!

Skrá mig á FRÍNÁMSKEIÐ!