Í vandræðum?

Hér eru nokkur skref sem að þú getur nýtt þér til að skrá þig inn.

Varstu að skrá þig á námskeið en fékkst ekki tölvupóst með innskráningarupplýsingum?

 

VANDAMÁL #1:

SVAR: Ein ástæða gæti verið að pósturinn hafi lent í póstsíu (Spam/Junk) eða flokkast t.d. sem Markaðsefni og því ekki farið beint i innhólfið þitt.

LAUSN:  Leitaðu að póstinum t.d. með því að leita að þessari fyrirsögn - "Nýr aðgangur að kennsluvef Hraðlestrarskólans" - eða netfanginu - "[email protected]" - og póstforritið ætti að finna það fljótt.

VANDAMÁL #2:

SVAR: Önnur ástæða gæti verið að þú hafir skráð þig áður fyrir námskeiði, frí-efni hjá mér og það er bara það langt síðan að þú hefur gleymt því. Af því að upplýsingar um netfangið þitt eru til í kerfinu - þá er kerfið ekki að senda þér nýjar innskráningarupplýsingar.

LAUSN: Þú getur auðvitað leitað af upplýsingunum að ofan - en þú getur líka bara smellt á - "Gleymdi lykilorði" - neðst á Innskráningarsíðunni og þannig kallað eftir nýju lykilorði. Þá sendir kerfið mitt nýtt lykilorð um hæl í pósthólfið þitt og þú getur skráð þig inn og kíkt á námskeiðið þitt.

VANDAMÁL #3:

SVAR: Þriðja ástæðan gæti verið að þú sért bara búin að steingleyma hvaða netfang þú notaðir við skráningu - eða að villa hafi slæðst inn - t.d. aukabil, rangur stafur - Jebb, kannast við þetta :)

LAUSN: Þú getur auðvitað reynt að fara í dauðaleit - en einfaldast í þessu tilfelli er bara að fara neðst á þessa síðu og kalla eftir hjálp frá mér. Ég reyni yfirleitt að vera alltaf við tölvuna eða með símann uppi og svara strax en svörun er yfirleitt frá 30 mín til hámarki 4 tímar. Nema að þú sért að þessu á nóttunni og þá svara ég þér þegar ég vakna :)

FARA AFTUR INN Á INNSKRÁNINGARSÍÐU!

Vantar þig hjálp?

Er ekkert af þessum skrefum að hjálpa þér?
Tæknileg aðstoð!