Viltu krækja þér í meiri tíma, betra skipulag og minna stress í náminu?

- 4 vikna fjarnámskeið með vikulegum æfingaskilum -

 

Taktu skrefið í dag og auðveldaðu þér að nýta betur tímann þinn - krækja í fleiri klukkustundir yfir daginn - bæta skipulag og minnka streitu í náminu!

LOKA SKILABOÐUM

Námstækni - HÁMARKStímastjórnun í námi

Námskeiðið er sjálfstætt framhald af hraðlestrarnámskeiði en ekki er þörf á því að hafa setið hraðlestrarnámskeið til að hafa not af þessu námskeiði. Það er þó engin spurning að þeir sem hafa setið hraðlestrarnámskeið fá meira út úr því vegna þess að hér er farið enn ítarlegar í þær tímastjórnunarleiðir sem bent er á þar. Námskeiðið er kennt í fjarnámi hér á kennsluvef Hraðlestrarskólans.

Markmið námskeiðs...

...er að gefa nemendum kost á að tileinka sér markvissari tímastjórnunarleiðir, þekkja tímaþjófana sína, kunna að tímasetja verkefni og gera sér betur grein fyrir hvernig skipulag henti þeim t.d.  með því að nota forrit eins og Google Calender, Microsoft Outlook og iMindMap til að auðvelda daglegt skipulag og verkefnavinnu.  Í raun að gera nemanda kleift að takast á við hvaða nám eða verkefni sem er og sækja 2-4 aukatíma á hverjum degi - með betri tímavenjum. 

Nemandi setur upp sína eigin dagskrá og er að festa hana í sessi í gegnum allt námskeiðið. Nemandi notar sitt eigið námsefni, sína stundaskrá og vinnur það heimanám sem honum hefur verið sett fyrir í skólanum - hann er því að slá tvær flugur - læra fyrir námskeiðið og undirbúa sig fyrir skólann.

Á námskeiðinu lærir þú:  

  • Af hverju þú átt að halda bókhald yfir tímann þinn
  • Af hverju þú hefur ekki náð stjórn á honum hingað til
  • Hvernig þú breytir því og tekur stjórnina strax í þínar hendur
  • Hvernig þú getur notað dagbók til að skipuleggja þig
  • Hvernig þú notar skipulagsforrit, t.d. Google Calender í daglegu lífi
  • Hvernig þú notar hugarkortaforrit, t.d. iMindMap til að skipuleggja daginn
  • Af hverju einbeitingarleysi þitt er ávani
  • Af hverju þú hefur nægan tíma til að vinna verkin þín
  • Hvernig þú nærð í 2-5 auka klukkustundir á dag
  • ...o.m.fl.

- Skráning á námstækninámskeið -