Hér má finna nokkur einföld ráð til að lesa mikið meira af skáldsögum. Þetta eru allt punktar sem ég tek fyrir á námskeiðum Hraðlestrarskólans , þó sérstaklega á námskeiðinu – Hraðlestur fyrir alla – sem er aðallega ætlað þeim sem vilja fara að njóta fleiri bóka. Auðvitað er tekið á þessu á almennu hraðlestrarnámskeiðunum en þar fer ég síðan dýpra í flóknari texta, líkt og handbækur og námsbækur.
Vandi margra við skáldsögur er tíminn sem það tekur þau að ljúka góðri bók. Getur verið að taka rúma viku og jafnvel mánuði. Einbeitingarleysi við lestur er hér stór þáttur og einbeitingarleysið eykst við að tefja við bók í svo langan tíma. Þessi 11 ráð tækla þann vanda.