12 VIKNA FJARNÁMSKEIÐ Lestrarhestar - mitt barn les!

- Hvernig örvar þú og glæðir lestrargleði um leið og þú ýtir undir meiri lestrarfærni hjá barninu þínu?

Fjarnámskeið ætlað foreldrum - en hentar hverjum þeim sem vill ýta undir lestur ungra barna.

  • Viltu að barnið þitt lesi meira?

  • Viltu að barnið þitt lesi sér til skemmtunar?

  • Skipta lestrarvenjur barnsins þíns þig máli?

  • Ertu að velta fyrir þér hvernig þú getur örvað og hvatt barnið þitt til að lesa meira?

  • Viltu ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig þú færð barnið þitt til að njóta þess að lesa mikið meira?

Ef að þú getur sagt - JÁ! - við einhverri af þessum spurningum þá gæti þetta 12 VIKNA fjarnámskeið um lestur barna verið nákvæmlega það sem þig vantar.

JÁ TAKK - Skráðu mig á biðlista í dag - og sendu mér frekari upplýsingar!

9 ára reynsla!

Þetta námskeið er byggt á 9 ára reynslu minni að kenna rúmlega eitt þúsund 10-12 ára börnum að bæta lestrarfærni sína og njóta þess að lesa meira!

14 ára reynsla!

Þetta námskeið er byggt á 14 ára reynslu minni að kenna rúmlega 15.000 manns - allt frá 7 ára til 94 ára - að lesa hraðar og markvissar í öllu lesefni!

41 árs reynsla!

Þetta námskeið byggir á 41 árs gömlum grunni Hraðlestrarskólans og nýtir margreyndar aðferðir við þjálfun og æfingar á betri lestrarfærni.

60 ára reynsla!

Þetta námskeið byggir á rúmlega 60 ára reynslu af notkun hraðlestrartækninnar um allan heim - við að auka lestrarhraða og bæta almenna lestrarfærni. 

Þarf að ná til þeirra miklu fyrr!

Þúsundir nemenda og rúmur áratugur að kenna fólki á öllum aldri hefur í raun bent mér á einn sannleik. Ég þarf að ná til barnanna fyrr - áður en þau byrja að festa í sessi slæmar lestrarvenjur. Þegar ég varð afi á síðasta ári þá fór ég líka að velta fyrir mér hvernig ég náði að ala upp tvo virka bókaorma - hvað gerði ég rétt! Hverju myndi ég breyta - bæta og gera betur - miðað við það sem ég hef lært og lesið á undanförnum tveimur áratugum eftir að ég byrjaði að ala upp bókaorma.

Á námskeiðinu mun ég benda þér á hvað ég gerði og líka hvað ég hefði gert - miðað við það sem ég veit í dag!

Margra ára reynsla - uppfærð!

Námskeið Hraðlestrarskólans hef ég uppfært árlega miðað við nýjustu gögn, bækur, skýrslur og fræði um lestur almennt, ásamt því hvernig hugur og augu okkar starfa.

Kunnátta okkar í dag um starfsemi heilans og augna og hvernig við lesum er margfalt meiri en bara fyrir 5 árum síðan - og nýjar rannsóknir stöðugt í gangi.

Á námskeiðinu mun ég benda þér á hvaða bækur ég mæli almennt með - er tengjast lestri og starfsemi hugans.

Vikulega tek ég hluta af veffundi í að:

  • Útskýra hvernig hægt er að glæða áhuga barns á lestri og sögum - miðað við hvert ár. Td. í tíma eitt skoðum við hvað við getum gert á meðgöngu og á fyrsta ári barnsins. Á veffundi tvö tökum við síðan hvernig við hjálpum tveggja ára börnum o.s.frv.
  • Tryggja það að þín kunnátta og þínar lestrarvenjur séu uppfærðar - og að þú sért hvatning fyrir börn í kringum þig til að lesa meira.

Vikulega tek ég hluta af veffundi í að:

  • Taka fyrir þær bækur sem ég vísa í á námskeiðinu, hvað þær kenna og útskýra - og af hverju þú ættir að lesa þær.
  • Kynna fyrir þér hvaða 12 reglur ég kenni 10-12 ára börnum á námskeiðinu - Hraðlestrarkrakkar.
  • Kynni líka fyrir þér 12 áhrifamiklar lestrarvenjur hjá afburða lesendum.
  • + og margt, margt fleira.

Algengar spurningar:

  • Þetta er 12 vikna fjarnámskeið þar sem grunnur er lagður að betri lestrarfærni barna. Meginstoð námskeiðsins eru 60 mín. vikulegir veffundir um efnið - alls 12 klukkustundir. Nokkrum dögum seinna tek ég fyrir 20-40 mínútna myndskeið þar sem ég svara fyrirspurnum og skýri betur efni vikunnar - alls um 4-8 tímar af aukaefni.
  • Þú færð einnig aðgang að 6 vikna fjarnámskeiði Hraðlestrarskólans - alls um 730 mínútur af kennsluefni.
  • Þú færð líka aðgang að æfingavef fyrir námskeiðið - Hraðlestrarkrakkar - getur skoðað glærur, æfingar, myndskeið og PDF-skjöl. Ég tek allavega einn veffund sérstaklega um þetta efni og hvernig þú sem foreldri 7-12 ára barns getur notað þessar æfingar og þetta efni fyrir barnið þitt.
  • Þú færð líka aðgang að lokuðum Facebook hóp foreldra sem taka þátt í þessu námskeiði - þar sem foreldrar geta komið með fyrirspurnir og vangaveltur um lestur almennt, um efni námskeiðs eða hvaðeina sem þeim vantar betri svör við eða leiðbeiningar um í tengslum við lestur barna þeirra. Þar geta þau fengið svör frá kennara eða öðrum þátttakendum sem hafa reynslu eða kunnáttu í því efni. Þetta er lokaður hópur sem þú hefur líka aðgang að í framhaldi af námskeiði.
  • Þú munt fá ÖLL skrefin sem þú þarft sem foreldri, afi, amma, frændi, frænka, systkini - til að hjálpa ungu barni að byggja upp ríkari orðaforða, þjálfa lestrarfærni og finna gleðina í sögum og sagnaheim bókanna.
  • Ég mun útskýra nákvæmlega hvað ég gerði sem pabbi til að fá börnin mín til að lesa - og mun líka útskýra hvað ég myndi gera betur í dag.
  • Þú færð ÖLL skrefin sem ég nota til að hjálpa 10-12 ára börnum á námskeiðinu - Hraðlestrarkrakkar. Þú getur því auðveldlega hjálpað börnum á þeim aldri við að ná meiri lestrarfærni.

Þeim mun lengur sem ég kenni 10-12 ára börnum þá sé ég betur og betur hve seint sum þeirra eru að koma til mín. Ef ég næ til foreldra þeirra fyrr þá get ég hjálpað þeim fyrr.

Öll börnin hefðu verið komin lengra - ef foreldrar þeirra hafa ákveðnar leiðbeiningar í huga til að hjálpa þeim þegar þau eru að byrja að lesa - og jafnvel fyrr.

Sum barnanna væru þá heldur ekki svona langt á eftir - og væru ekki búin að festa sumar lestrarvenjur (og þá oft slæmar lestrarvenjur) svona fast í sessi.

Nei - alls ekki. Ef þú ert afi, amma, frændi, frænka, bróðir eða systir - og vilt sjá ungan fjölskyldumeðlim lesa meira í framtíðinni. Þá mun þetta námskeið hjálpa þér!

Kunnáttan sem þú lærir á þessu námskeiði - getur þú notað til að hjálpa öllum börnum í kringum þig - enda eitt helsta markmið þessa námskeiðs að ná til sem flestra barna.

Þó að þetta námskeið sé sérstaklega ætlað foreldrum barna sem eru að taka sín fyrstu skref í að lesa - þá mun ég taka fyrir hvað foreldrar yngri barna geta gert til að hjálpa þeim að upplifa bækur og hefja lestur með betri grunn.

Ég mun m.a. skoða hvað foreldrar geta gert á meðgöngu, eftir fæðingu, fyrir leikskóla, á leikskóla - og hvernig þau geta undirbúið barnið fyrir fyrstu ár í grunnskóla.

12 VIKNA FJARNÁMSKEIÐ

Lestrarhestar - mitt barn les!

Eftir hverju ertu að bíða? SKRÁÐU ÞIG NÚNA og TRYGGÐU þér sæti strax í DAG!

Close

50% Lokið

  • Viltu að barnið þitt lesi meira?
  • Viltu að barnið þitt lesi sér til skemmtunar?
  • Skipta lestrarvenjur barnsins þíns þig máli?
  • Ertu að velta fyrir þér hvernig þú getur örvað og hvatt barnið þitt til að lesa meira?
  • Viltu ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig þú færð barnið þitt til að njóta þess að lesa mikið meira?

Ef að þú getur sagt - JÁ! - við einhverri af þessum spurningum þá gæti þetta 12 VIKNA fjarnámskeið um lestur barna verið nákvæmlega það sem þig vantar.

Eftir hverju ertu að bíða? SKRÁÐU ÞIG NÚNA og TRYGGÐU þér sæti strax í DAG!

Skráning á biðlista felur ekki í sér skyldu til að greiða fyrir námskeið ef aðstæður breytast og þér snýst hugur - heldur ert þú að tryggja þér sæti á því og færð þannig frekari upplýsingar um það í framhaldi.

Áætlað er að námskeið hefjist í lok janúar - byrjun febrúar!