10 VIKNA HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ

 >> fyrir 13-15 ára! <<

Viltu auðvelda þér að klára grunnskólann!

Kennslustaður: Flatahraun 31, 2. hæð - Hafnarfirði.

Sérðu ekki námskeið sem hentar núna?
Skelltu þér á biðlista Í DAG!

Á þessu 10 vikna hraðlestrar-námskeiði lærir þú ALLT sem þú vildir vita um hraðlestur og hvernig þú getur margfaldað lestrarhraðann þinn!

Markmið námskeiðsins okkar er mjög einfalt - og það er að gefa 13-15 ára unglingum einföld skref til að bæta lestrarfærni sína til frambúðar þannig að þau hafi ekki bara gaman af því að taka upp bók og lesa sér til ánægju - heldur hafi öll þau verkfæri sem þau þurfa til að tækla kröfuhart nám og starf í framtíðinni!

 

Hér lærir þú...

...hvernig þú nærð margföldum lestrarhraða á nokkrum vikum og færð mikinn tíma með kennara til að festa það í sessi til frambúðar!

Hér lærir þú...

...öll skrefin sem þú þarft að fylgja til að halda meiri einbeitingu og lesskilningi í öllu lesefni - jafnvel mjög þungu og flóknu námsefni!

Hér lærir þú...

...hvernig þú viðheldur margföldum lestrarhraða í framtíðinni og af hverju allir hafa tök á því að lesa miklu hraðar en þeir gera í dag!

Kláraðu grunnskólann og byrjaðu menntaskólann með réttu verkfærin!

Ertu langt á eftir? Eða ertu með allt á hreinu? Skiptir ekki máli - því þegar þú klárar 10 vikna hraðlestrarnámskeiðið þá verður allt nám mikið auðveldara! Hér færðu öll skrefin sem auðvelda þér að tækla allt námsefni - hraðar og betur en áður!

Herdís
13 ára nemi

„Þetta námskeið hjálpaði mér svakalega mikið með lestur og ég er mjög ánægð með árangurinn minn.

Eybjört Ísól
14 ára nemi

„Þegar ég byrjaði á námskeiðinu bjóst ég alls ekki við að ná svona góðum árangri. Markmið mitt var að ná að lesa 650 orð á mínútu en ég náði svo sannarlega að toppa það. Ég er mjög ánægð með námskeiðið og mun klárlega nýta mér það sem ég lærði í framtíðinni.

Matthías
14  ára nemi

„Besta námskeið sem ég hef tekið!“

Er lesblinda, einbeitingarleysi eða athyglisbrestur að trufla?

Hefur þú greinst með lesblindu? Er athyglisbrestur eða ADHD að trufla einbeitingu? Ekki láta það trufla þig því að um 35% þeirra sem sitja námskeiðið eiga við einhverja lestrarörðugleika að stríða - en eru samt á meðal þeirra sem skara framúr í árangri eftir námskeiðið.

Tanya
16 ára nemi

„Elska þennan skóla og Jón kennara.

Eva
13 ára nemi

„Ég var mjög glöð að hafa farið á þetta námskeið. Áður en ég byrjaði þá var ég að lesa 130 orð á mínútu en núna er ég komin í 600 orð á mínútu :)

Benedikt
14  ára nemi

„Gott námskeið. Allavega eitt það besta sem ég hef farið á. Ég náði þeim árangri sem ég vildi.“

Hér færðu öll réttu verkfærin í námið!

Það er ekki nóg að við kennum þér að lesa hraðar á þessu námskeiði. Við tökum líka fyrir lestur í flóknum texta, hvernig þú lest námsbækur hraðar og með betri einbeitingu og eftirtekt.

En við skoðum líka svo mikið meira:

  • Glósur og mikilvægi þeirra í námi.
  • Tímastjórnun í námi.
  • Hvernig á að undirbúa sig fyrir próf.
  • Hvernig á að taka próf.
  • Lestur í rafrænu efni á síma, spjaldtölvum og lestölvum.
  • Einbeitingarstjórnun í námi.
  • Leiðir að finna aðalatriði hraðar í námsefni.
  • Hvernig á að halda betri yfirsýn í námi.
  • + margt fleira.

Brynjar
13 ára nemi

"Náði þrefalt meiri árangri en ég vildi."

Sindri
15 ára nemi

„Takk fyrir hjálpina að lesa hraðar.”

16 ára nemi

„Ég hafði enga trú á að ég gæti lesið hraðar. Ég er mjög sátt með námskeiðið!“

Hentar fyrir: 13 til 15 ára grunnskólanema. 

Kennsluform:

  • Kennt einu sinni í viku - alls í tíu skipti
  • 90 mínútur í senn

Heimanám: Gert er ráð fyrir að lágmarki hálftíma daglegum heimaæfingum í lesefni að eigin vali. Lesið er samkvæmt æfingakerfi sem útlistað er í ítarlegum námskeiðsgögnum og þér fylgt eftir með kennslugögnum á kennsluvef.

Algengur árangur: Þreföldun til fjórföldun á lestrarhraða, 25-30% aukning á skilningi.

Árangursábyrgð, 36 mánaða ánægjuábyrgð og æviábyrgð fylgir hraðlestrarnámskeiðum Hraðlestrarskólans og tryggir þér rétt til að sitja námskeið aftur þegar þú hefur meiri tíma án endurgjalds, hvort sem það er til að bæta grunninn enn frekar, skerpa kunnáttuna eða bara ná enn meiri árangri. Kynntu þér upplýsingar um ábyrgð Hraðlestrarskólans.

Verð.

  • 49.500 kr.*

* Aldurstakmörk gilda inn á námskeiðið. Þátttakandi sem verður 13 ára á árinu getur setið námskeiðið en þátttakandi má ekki vera orðinn 16 ára.

**Hægt er að nota frístundastyrk sveitarfélaganna inn á þetta námskeið.

– Kíktu á ítarlegri upplýsingar um verð, greiðsluleiðir og afslætti.

Innifalið í námskeiðagjaldi..
Ítarleg námsgögn sem hægt er að nota eftir námskeið til að viðhalda árangri og halda áfram æfingum, mikill aðgangur að kennara á meðan að námskeiði stendur í gegnum kennsluvef, aðgangur að kennsluvef með gögnum og æfingum á netinu, aðgangur að kennara eftir að námskeiði lýkur og æviábyrgð sem þýðir að nemandi getur endurtekið námskeið eins oft yfir ævina og hann telur þörf.

Skráðu þig á BIÐLISTA inn á þetta 10 vikna hraðlestrarámskeið í DAG!

Taktu skrefið strax í dag og festu þér betri lestrarfærni og lestrarhraða í sessi til frambúðar! Það er ekki óalgengt að nemendur séu að fjórfalda til fimmfalda lestrarhraðann sinn en það eru líka nemendur sem hafa ÞRJÁTÍU OG EIN*-faldað lestrarhraðann sinn á þessu námskeiði!

*14 ára piltur fæddur 2006 - las 105 orð á mínútu með 40% lesskilning í lesprófi í fyrsta tíma þann 1. september 2020 en las í lok námskeiðs 31-sinni hraðar en nú með 80% lesskilning í lokaprófi!

Gæti það hjálpað þér í náminu eða lífinu almennt að lesa fjórfalt hraðar en þú gerir í dag?

Sérðu ekki námskeið sem hentar þér núna?
Skelltu þér á biðlista Í DAG!