11 einföld ráð til að lesa mikið meira af skáldsögum og áhrif leshraða á lestraránægju + 3 vikna póstnámskeið um öll ráðin.

Smelltu nafni og netfangi inn í formið og þú færð póst innan nokkurra mínútna með frekari upplýsingum!

>> FRÍR PDF-bæklingur fyrir þig!

  1. Vertu virkur lesandi
  2. Stjórnaðu augunum
  3. Notaðu fingur/penna til að leiða augun þín í gegnum texta
  4. Reyndu að leiða augun síðan alltaf örlítið hraðar í gegnum textann
  5. Hafðu markmið lesturs á hreinu
  6. Njóttu hugarheims höfundar
  7. Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn
  8. Ekki stoppa við orð/hugtök sem þú þekkir ekki
  9. Leyfðu söguþræði bókarinnar að grípa þig og auka lestrarhraða enn frekar
  10. …en fyrst og fremst; Njóttu bókarinnar…
  11. …og umfram allt; Byrjaðu strax á að lesa allavega 10-15 blaðsíður í næstu bók um leið og hin klárast.

>> FRÍR PDF-bæklingur fyrir þig!

11 einföld ráð til að lesa mikið meira af skáldsögum

Hér má finna nokkur einföld ráð til að lesa mikið meira af skáldsögum. Þetta eru allt punktar sem ég tek fyrir á námskeiðum Hraðlestrarskólans , þó sérstaklega á námskeiðinu – Hraðlestur fyrir alla – sem er aðallega ætlað þeim sem vilja fara að njóta fleiri bóka. Auðvitað er tekið á þessu á almennu hraðlestrarnámskeiðunum en þar fer ég síðan dýpra í flóknari texta, líkt og handbækur og námsbækur.

Vandi margra við skáldsögur er tíminn sem það tekur þau að ljúka góðri bók. Getur verið að taka rúma viku og jafnvel mánuði. Einbeitingarleysi við lestur er hér stór þáttur og einbeitingarleysið eykst við að tefja við bók í svo langan tíma. Þessi 11 ráð tækla þann vanda.