11 einföld ráð til að takast á við handbækur eða sjálfshjálparbækur + 3 vikna póstnámskeið um öll ráðin.

Smelltu nafni og netfangi inn í formið og þú færð póst innan nokkurra mínútna með frekari upplýsingum!

>> FRÍR PDF-bæklingur fyrir þig!

 1. Hafðu skýra mynd af því hvaða vandamál þú þarft að leysa
 2. Hafðu skýra mynd af því hvernig það myndi hjálpa þér að finna svarið
 3. Finndu bókina sem þú telur hafa svarið
 4.  Skoðaðu efnisyfirlit
 5. Finndu kaflann eða kaflana sem fjalla um efnið
 6. Forlestu fyrstu og síðustu blaðsíður þess kafla
 7. Nýttu 5 mínútur til að skanna efni kaflans
 8. Merktu með blýanti við atriði sem þú telur hjálpa þér
 9. Lestu kaflann í gegn með góðum skilningi – með markmiðið í huga
 10. Leitaðu svara við vandamálinu þínu
 11. Notaðu upplýsingarnar til að leysa vandamálið strax.

>> FRÍR PDF-bæklingur fyrir þig!

11 einföld ráð til að takast á við handbækur eða sjálfshjálparbækur

Þarftu að lesa mikið í þínu starfi? - Ertu í kröfuhörðu starfi? Skiptir það þig máli að hafa góða yfirsýn yfir þær upplýsingar sem skipta þig máli og þú ert að vinna með á degi hverjum? Þarftu að undirbúa þig fyrir fundi, lesa skýrslur, tölvupósta, handbækur, fræðsluefni og annað sem gerir þér kleift að takast betur á við daglegan rekstur hjá þér eða vinnu?

Þegar fleiri verk vilja færast á færri hendur – og kröfur um aukna þekkingu og kunnáttu í starfi – aukast jafn hratt og raunin hefur verið undanfarin ár. Skiptir kunnátta eins og þessi lykilmáli í að veita þér það forskot sem þú þarft til að höndla auknar kröfur og takast á hendur meiri ábyrgð í daglegu starfi.

Ef að lestur er stór hluti af þínu starfi? – Handbækur, skýrslur, tölvupóstar, handrit, samningar, fundargerðir, frumvörp, námsbækur, tímaritsgreinar - á pappír eða rafrænt á tölvuskjá, lestölvum eða spjaldtölvum. Hafðu þá í huga að allir geta lært markvissari leiðir að því að vinna úr sínum texta.