
Sími: 773-0100
Svara almennt síma á milli kl. 14-17 - en oftast auðveldara að ná á mig í tölvupósti eða FB-Messenger - þar sem ég svara jafnan fyrr þar.
KENNSLUSTAÐUR:
Við kennum víðsvegar um landið en okkar aðalkennslustaður á höfuðborgarsvæðinu er í Flatahrauni 31 - 2. hæð - í Hafnarfirði.





60+
ára reynsla af tækninni erlendis!
40+
ára reynsla á Íslandi.
16+
ára reynsla kennara.
16.000+
nemendur setið námskeiðið.
Um okkur
Hraðlestrarskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 1978 og hefur haldið hraðlestrarnámskeið árlega síðan. Á hverju ári eru að jafnaði haldin 4-6 námskeið mánaðarlega.
Skrifstofur skólans eru í Reykjanesbæ en við kennum aftur á móti út um allt land. Haldin eru 4-6 almenn námskeið í mánuði en einnig komum við og höldum námskeið í skólum og fyrirtækjum víðsvegar um landið.
Eigendur Hraðlestrarskólans eru hjónin Jón Vigfús Bjarnason og Svanfríður Linda Jónasdóttir og hafa þau rekið skólann frá árinu 2005. Jón Vigfús er kennari á hraðlestrarnámskeiðunum.
>> Hver er kennarinn?


Hve hratt áttu að lesa?
Hér á þessari síðu útskýri ég fyrir þér hve hratt góður lesandi les og af hverju þú vilt ná þeim hraða - sem fyrst!

Hve hratt áttu að lesa í námsbók?
Hér útskýri ég fyrir þér hve hratt þú átt að lesa í námsbók - og af hverju þú vilt ná þeim hraða!

Hve hratt á barnið þitt að lesa?
Hér útskýri ég fyrir þér hve hratt barnið þitt á að lesa - og af hverju það skiptir máli!
Geta allir lært að lesa hraðar en þeir gera í dag? Geta allir lært hraðlestur?
Já - ég spyr á móti - geta allir lært að hlaupa hraðar en þeir gera í dag? Geta allir lært að synda hraðar, spilað betur á gítar, á píanó?
Auðvitað - öll færni er bundin sömu lögmálum. Þetta er spurning um þjálfun og æfingu. Galdurinn við að ná góðum árangri í íþróttum eða að spila á hljóðfæri - er mjög einfaldur.