3 VIKNA HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ

Morgunnámskeið fyrir 60 ára og eldri

Hefst 19. OKT.

- KL. 9-12 - 

Viltu halda betri einbeitingu, athygli, eftirtekt og skilningi þegar þú lest bækur?

Kennslustaður: Flatahraun 31, 2. hæð - Hafnarfirði.

Kennt á fimmtudögum - vikulega - þrjú skipti - 19. okt., 26. okt. og 2. nóv.

FESTU ÞÉR SÆTI NÚNA!

Námskeiðið hefst eftir...

00

Daga

00

Klst.

00

Mín.

00

Sek.

Helga Ingimundar, 67 ára leiðsögumaður

"Það kemur mér af stað í að bæta leshraðann og með áframhaldi trúi ég að með þessum æfingum geti ég lesið miklu meira en ég geri í dag. Spurning um að afmarka tíma á hverjum degi til þess og taka sig til og lesa meira í bókum mínum."

Jón Hjaltalín Magnússon, 63 ára Verkfræðingur

"Þetta þrælvirkar. Bætir lesleikni, hraða og skilning."

Þórdís Sigurðard, 61 árs Markhláturþjálfi

"Námskeið sem kom verulega á óvart. Mjög fræðandi, vel uppbyggt og skemmtilegt. Árangurinn eftir að hafa fylgt öllum leiðbeiningum eins og ég gat var mun meiri en ég bjóst við. Ég les nú þrefalt hraðar og lesskilningurinn jókst verulega. Bara ánægð. Takk fyrir mig."

 

Jarþrúður Jónasdóttir, 62 ára

Námskeiðið stóð undir væntingum mínum, var markvisst og áhugavert.

Sigurður Jónsson, 59 ára

Námið er mjög markvisst og ýtir skemmtilega við gömlu heilasellunum.

Gunnar K., 61 ára Húsasmiður

Námskeiðið var árangursríkt. Náði að 3-4 falda lestrarhraða og auka skilning á lesefninu umtalsvert.

Á þessu 3 vikna hraðlestrarnámskeiði lærir þú ALLT sem þú vildir vita um hraðlestur og hvernig þú getur margfaldað lestrarhraðann þinn!

Markmið námskeiðsins okkar er mjög einfalt - og það er að gefa þér einföld skref til að bæta lestrarfærni þína til frambúðar þannig að þú hafir ekki bara gaman af því að taka upp bók og lesa þér til ánægju - heldur hafir öll þau verkfæri sem þú þarft til að komast yfir allar þær bækur sem eru á leslistanum þínum!

 

Hér lærir þú...

...hvernig þú nærð HÁMARKSárangri á aðeins 14 dögum - á sérstöku hraðnámskeiði!

Hér lærir þú...

...öll skrefin sem þú þarft að fylgja til að halda meiri einbeitingu og lesskilningi í öllu lesefni - jafnvel mjög þungu og flóknu lesefni!

Hér lærir þú...

...hvernig þú viðheldur margföldum lestrarhraða í framtíðinni og af hverju allir hafa tök á því að lesa miklu hraðar en þeir gera í dag!

Fullkomið til að tækla handbækur og vinnutengt lesefni betur og hraðar!

3 vikna námskeið hentar fullkomlega fyrir 60 ára og eldri - tekið á lestri í handbókum, skáldsögum, ævisögum, tímaritum, rafrænu lesefni, glósutækni, tímastjórnun o.m.fl.

Er lestur er stór hluti af þínum degi? – Handbækur, skýrslur, tölvupóstar, samningar, fundargerðir, námsbækur, tímaritsgreinar - á pappír eða rafrænt á tölvuskjá, lestölvum eða spjaldtölvum.

Allir geta lært markvissari leiðir að því að vinna úr sínum texta.

 

Lára, 60 ára Bankaritari.

“Mjög faglegt og gott námskeið. Kennarinn kemur efninu vel frá sér. Persónulega á ég eftir að njóta þess að lesa meira með mun meiri lestrarhraða og auknum skilning.”

Edda Emilsdóttir, 74 ára húsmóðir.

“Lengi hefur mig langað að bæta lesturinn en ekki fundið tíma. Eftir uppörfun frá ættingjum fór ég á stúfana og varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég hef rúmlega tvöfaldað hraðann og er ánægð með það.”

Edda Magnúsdóttir, 62 ára sölustjóri.

“Ég hlakkaði til að byrja og er enn ánægðari en ég átti von á.”

Hentar fyrir: Alla - (60-94 ára) - þetta námskeið er sérstaklega fyrir 60 ára og eldri.

Kennsluform:

  • Kennt einu sinni í viku - alls í þrjú skipti
  • 3 klukkustundir í senn

Heimanám: Gert er ráð fyrir að lágmarki klukkustundar daglegum heimaæfingum í lesefni að eigin vali. Lesið er samkvæmt æfingakerfi sem útlistað er í ítarlegum námskeiðsgögnum og þér fylgt eftir með kennslugögnum á kennsluvef.

Algengur árangur: Tvöföldun til fjórföldun á lestrarhraða, 20-25% aukning á skilningi. Hámarksárangur á lágmarkstíma.

Árangursábyrgð, 36 mánaða ánægjuábyrgð og æviábyrgð fylgir hraðlestrarnámskeiðum Hraðlestrarskólans og tryggir þér rétt til að sitja námskeið aftur þegar þú hefur meiri tíma án endurgjalds, hvort sem það er til að bæta grunninn enn frekar, skerpa kunnáttuna eða bara ná enn meiri árangri. Kynntu þér upplýsingar um ábyrgð Hraðlestrarskólans.

Verð

  • Almennt verð er 51.500 kr.

  • ÞITT VERÐ - 60 ÁRA OG ELDRI - 16.900 KR.

– Velflest stéttarfélög greiða hluta af námskeiðagjöldum.

– Kíktu á ítarlegri upplýsingar um verð, greiðsluleiðir og afslætti.

Innifalið í námskeiðagjaldi..
Ítarleg námsgögn sem hægt er að nota eftir námskeið til að viðhalda árangri og halda áfram æfingum, mikill aðgangur að kennara á meðan að námskeiði stendur í gegnum kennsluvef, aðgangur að kennsluvef með gögnum og æfingum á netinu, aðgangur að kennara eftir að námskeiði lýkur og æviábyrgð sem þýðir að nemandi getur endurtekið námskeið eins oft yfir ævina og hann telur þörf.

Skráðu þig á þetta 3 vikna hraðlestrarámskeið í DAG!

Taktu skrefið strax í dag og festu þér betri lestrarfærni og lestrarhraða í sessi með skjótum hætti! Frábær lausn þegar mikið er enn ólesið í hillum eða á leslista - eða ef þú vilt bara njóta þess að lesa mikið meira en þú gerir í dag!

Gæti það hjálpað þér í dag að lesa þrefalt til fjórfalt hraðar - með betri eftirtekt og einbeitingu?

>> FESTU ÞÉR SÆTI STRAX Í DAG!